Flugvellir - tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Flugvellir - tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Tillagan felur í sér að lóð nr. 23 stækkar, byggingarreitur er færður og gert verði ráð fyrir bensínstöð. Byggingarreitum lóða nr. 13-17 og 5-9 breytt og lóðirnar sameinaðar. Lóðin Smiðjuvellir 3 er innlimuð í skipulagið. Fyrirkomulagi geymslusvæðis fyrir bíla og grenndarstöð breytt. Samanber uppdrætti DAP ráðgjafa dags. nóvember 2021. Tillagan er til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 8. desember 2021 til 27. Janúar 2022.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. Janúar 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is

 

Hlekkur á tillöguna