Hreinsistöð við Ægisgötu - nýtt deiliskipulag

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir skolphreinsistöð við Ægisgötu samkvæmt uppdráttum Arkís dags 2. júní 2020. Heimilt verður að byggja á lóðinni skolphreinsistöð, sem verði tvær hæðir að hluta og allt að 900m² að stærð með útsýnispalli.

Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12  frá og með 1. júlí 2020 til 16. ágúst 2020.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. ágúst 2020.


Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is

.


Reykjanesbæ, 1. júlí 2020.
Skipulagsfulltrúi.

Deiliskipulagsuppdráttur