Njarðvíkurhöfn , suðursvæði

Njarðvíkurhöfn – Suðursvæði: Skipulags- og matslýsing ósk um umsögn í samræmi við gr. 5.2.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013

 

Skipulags og matslýsing 

 

Lýsing þessi tekur til áforma um að breyta aðstöðu syðst í Njarðvíkurhöfn og á aðliggjandi athafnasvæði. Meðal framkvæmda sem kæmu til með að fylgja í kjölfar skipulagsbreytinga og gerðar væru bygging þurrkvíar, dýpkun hafnarinnar, sjóvarnargarður, landfylling og viðlegukantur. Þá er ráðgert að þróa þjónustuklasa fyrir sjávarútveginn í tengslum við hafnarsvæðið á aðliggjandi athafnasvæði þar sem lögð verður áhersla á þjónustu við skip á norðurslóðum, íslensk sem erlend til viðhalds, breytinga og endurnýjunar.
Fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030 er háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Tafla 6.1 gerir grein fyrir þeim umhverfisþáttum sem líklegast eru að verða fyrir áhrifum af breytingartillögu ásamt helstu gögnum og viðmiðum sem stuðst verður við í umhverfismati. Tekið er mið af þeim umhverfisþáttum sem eru í gildandi aðalskipulagi.

Umsögn berist undirrituðum eigi síðar en 29. janúar 2021 á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is