Almannavarnir

Almannavarnanefndir skipuleggja og annast björgunar- og hjálparstörf vegna tjóns eða hættu sem skapast hefur, hver í sínu héraði eða umdæmi, undir stjórn lögreglustjóra. Þegar áfall hefur orðið, af þeirri stærðargráðu að úrræði innan héraðs eða umdæmis duga ekki til að mæta því, leita almannavarnanefndir eftir utanaðkomandi aðstoð til almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans.

Almannavarnarnefnd Suðurnesja, utan Grindavíkur er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga. Nefndin hefur aðstöðu í húsnæði slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja.

Almannavarnir

Með því að smella á þennan tengill má skoða viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar vegna COVID-19