Byggingarfulltrúi

Skrifstofa byggingafulltrúa starfar á grundvelli mannvirkjalaga nr. 160/2010, byggingareglugerðar nr. 112/2012 og öðrum reglugerðum og samþykktum sem embætti byggingarfulltrúar varðar. 

 • Hægt er að senda beiðni um afrit teikninga og gagna á netfangið teikningar@reykjanesbaer.is. Beiðnir eru afgreiddar við fyrsta tækifæri.
 • Hægt er að nálgast gögn s.s. umsóknir, eyðublöð og afgreiðslu beiðna hjá Þjónustuveri Reykjanesbæjar. Umsóknir til útprentunar eru hér.
 • Teikningar af flestum mannvirkjum eru aðgengilegar á Kortasjá Loftmynda. Ráðlegt er að hafa samband við starfsfólk Umhverfissviðs til að kanna gildi þeirra gagna sem aðgengileg eru á netinu.
 • Byggingarfulltrúi er Sveinn Björnsson, aðstoðarmaður og staðgengill byggingarfulltrúa er Sigmundur Eyþórsson.
 • Hægt er að senda fyrirspurnir og ábendingar á netfangið byggingarfulltrui@reykjanesbaer.is.
 • Afgreiðsla byggingarleyfa

  Með umsókn um byggingarleyfi þarf að fylgja tvö eintök af aðaluppdráttum og tilkynning um hönnunarstjóra byggingar.

  Til að hægt sé að ganga frá útgáfu byggingarleyfis þarf að skila eftirtöldum eyðublöðum útfylltum á skrifstofu byggingarfulltrúa í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12:

  • Umboð eiganda til byggingarstjóra

  • Uppáskrift byggingarstjóra / Uppáskrift byggingarstjóra sem fyrirtæki

  • Tilkynning byggingarstjóra um iðnmeistara, uppáskrift iðnmeistara

  • Allir aðal- og séruppdrættir þurfa að vera samþykktir og búið að ganga frá greiðslu gjalda

  • Allar umsóknir má nálgast hér

 • Útgáfa byggingarleyfis

  Hægt er að panta útmælingu húss eftir að allir aðal- og séruppdrættir hafa verið samþykktir, búið er að greiða öll gjöld og byggingarstjóri og iðnmeistarar hafa undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína. Þegar útmælingum er lokið er leyfilegt að hefja framkvæmdir.

  Ef skipt er um byggingarstjóra þarf að tilkynna það sérstaklega. Meistaraskipti eru tilkynnt af byggingarstjóra á sérstöku eyðublaði. Hér má nálgast eyðublaðið.