Byggingarfulltrúi

Afgreiðsla byggingarfulltrúa er opin alla virka daga frá kl. 09:00 - 12:00. Hægt er að senda beiðni um afrit teikninga og gagna á netfangið teikningar@reykjanesbaer.is og eru beiðnir afgreiddar við fyrsta tækifæri, helst innan tveggja virka daga frá móttöku beiðni. Hægt er að nálgast gögn s.s. umsóknir, eyðublöð og afgreiðslu beiðna hjá þjónustuveri Reykjanesbæjar.

Settur byggingarfulltrúi er Sveinn Björnsson, aðstoðarmaður og staðgengill byggingarfulltrúa er Sigmundur Eyþórsson.

Teikningar af flestum mannvirkjum eru aðgengilegar á gagnasjá Reykjanesbæjar. Ráðlegt er að hafa samband við starfsfólk Umhverfis-og skipulagssviðs til að kanna gildi þeirra gagna sem aðgengileg eru á netinu.