Skipulagsfulltrúi

Aðalskipulag

Aðalskipulag er stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar um þróun byggðar, landnotkun og legu helstu umferðaræða innan bæjarfélagsins og er því leiðbeinandi um uppbyggingu þess.  Gildistími aðalskipulags er 20 ár en það ber að endurskoða a.m.k. á fimm ára fresti.

Deiliskipulag

Deiliskipulag er nánari útfærsla á ákveðnum reitum innan aðalskipulags og verður að vera í samræmi við það.

Í deiliskipulagi er gerð grein fyrir notkun lands, legu gatna, lóða, íbúðarhúsa, atvinnu og þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða, útivistarsvæða og annars er þurfa þykir.
Auk uppdrátta eru gerðir skilmálar um útfærslu skipulagsins og framkvæmdir á hverri lóð.

Áður en deiliskipulag er samþykkt í bæjarstjórn og af skipulagi ríkisins er það til sýnis á opinberum stað í a.m.k. fjórar vikur og eru birtar auglýsingar þar að lútandi. Á þann hátt gefst bæjarbúum kostur á að fylgjast með framvindu skipulagsmála og gera athugasemdir á þeim tíma sem mál eru á vinnslustigi.