Heilsu- og forvarnarvika

Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ verður haldin 5. – 11. október. Markmiðið með heilsu- og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Fyrirtæki og stofnanir í bæjarfélaginu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem almenningur er hvattur til að kynna sér.

Hér neðar á síðunni má sjá dagskrá og þátttakendur. 

Heilsulæsi er þema heilsu- og forvarnarviku

 • Heilsulæsi er getan til að skilja og átt sig á hvar eigi að nálgast upplýsingar sem stuðla að góðri heilsu.
 • Heilsulæsi felur í sér þekkingu og færni einstaklinga til að grípa til aðgerða til þess að bæta eigin heilsu. Heilsulæsi veitir einstaklingum aukin tækifæri til þess að taka jákvæðar og heilsueflandi ákvarðanir um eigin heilsu.
 • Heilsulæsi á við um starfsumhverfi og samfélög og styður við heilsuhegðun einstaklinga með forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum.

Tveir áhugaverðir fyrirlestrar:

Sjálfstraust barna og félagsfærni:
Anna Steinsen frá KVAN 

Sjá fyrirlestur >

Skaðsemi vímuefni á líf og heilsu fólks:
Fyrirlestur frá Heilsulausnum
Sjá fyrirlestur > 


  

Heilsuleikskólinn Heiðarsel

 • Í Heilsuleikskólanum Heiðarseli verður unnið áfram með það góða starf sem unnið er á hverjum degi.

 • Við munum borða hollan og góðan mat ,ávaxta – og grænmetisstundir eru tvisvar sinnum á dag. Börnin fara öll tvisvar til þrisvar sinnum í salinn í skipulagða hreyfingu þar sem þemað verður heilsa og hollusta. Þar munu þau fá fræðslu um þann jákvæða ávinning sem fylgir því að temja sér heilbrigða lifnaðarhætti þar á meðal um hollt fæði og hreyfingu.

 • Börn og starfsfólk hreyfa sig líka saman í leikskólanum bæði á útisvæði leikskólans sem og í nærumhverfinu í vettvangsferðum.

 • Starfsfólkið mun að sjálfsögðu líka fá hollt og gott fæði í leikskólanum eins og alla aðra daga en þar að auki verður boðið upp á einhverja hollustu í kaffitímum starfsfólks.

Júdódeild UMFN

Býður upp á ókeypis tíma í heilsu- og forvarnarvikunni . Mánudaginn 5. október til fimmtudagsins 8. október !

 • Kl : 17.00 -18.00 - drengir 6-14 ára
 • Kl : 18.00-19.00 - stúlkur 6-14 ára
 • Kl : 19.00-20.00 -  blandað byrjendur 15 ára og eldri

 Júdódeild UMFN er staðsett í Bardagahöll

Reykjanesbæjar að Smiðjuvöllum 5

Hnefaleikadeild Reykjanes

Hnefaleikadeild Reykjanes kynnir - fríir prufutímar í heilsu- og forvarnarvikunni!

 

1.-4. bekkur
þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 16:30

5.-7. bekkur
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 16:30

8.-10. bekkur
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 17:30

Fitnessbox - 16 ára og eldri
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga klukkan 19:30

Hnefaleikadeildin er staðsett í Bardagahöll Reykjanesbæjar Smiðjuvöllum 5

Sporthúsið

 Líkami og Boost gefur 20% afslátt af boosti dagsins. Allir velkomnir. 
Dagskrá Sporthússins í heilsu- og forvarnarvikunni. 

Taekwondo deild Keflavíkur

Taekwondo deild Keflavíkur mun bjóða uppa ókeypis prufutíma í Fitness Taekwondo fyrir fullorðna 

 • mánudag kl 19:30
 • miðvikudag kl 19:30
 • föstudag kl 19

 Æfingarnar eru styrktaræfingar með og án búnaðar í bland við högg og spörk í púða. Skemmtilegar æfingar sem æfa styrk, þol og liðleika.

Taekwondodeildin er staðsett í Bardagahöll Reykjanesbæjar Smiðjuvöllum 5

Nesvellir - félagsstarf eldri borgara

 • Mánudagurinn 5. október kl 10.00 leikfimi
 •  Miðvikudagurinn 7. október kl 10.00 leikfimi
 •  Föstudagurinn 9. október kl 13.00 Boccia

Bókasafn Reykjanesbæjar

Fimmtudagur 8. október kl. 17:30. 
Bókmenntaganga á vegum bókasafnsins í umsjón Rannveigar & Ragnhildar. Gengið frá Bókasafni Reykjanesbæjar. Rannveig Lilja Garðarsdóttir leiðsögumaður og Ragnhildur Árnadóttir bókasafnsfræðingur fara á söguslóðir bókarinnar Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson.

 Laugardagur 10. október kl. 11:00. 
Krakkajóga með Sibbu (ath. að þessi viðburður gæti verið í streymi). Sigurbjörg Gunnarsdóttir leikskóla- og jógakennari leiðir tímann þar sem farið verður í skemmtilegar æfingar, öndun og slökun.

Virkjun mannauðs í Reykjanesbæ

Mánudagurinn 5. október kl 08.00 – 16.00
Fimmtudagurinn 8. október kl. 08. – 16.00

Ballskák/billiard – tréútskurður – föndurherbergi – prjónaaðstaða og kaffi á könnunni.

Virkjun mannauðs í Reykjanesbæ Flugvallarbraut 740

Fjörheimar

Heilsukappátt & Zumba:
Mánudaginn 5. október - 8.-10 bekkur
Þriðjudaginn 6. október 5.-7. bekkur.
 
Borðtennismót Samsuð:
Miðvikudaginn 7. október 8.-10 bekkur.
 
Fjörleikar:
Föstudaginn 9. október 8.-10. bekkur
 
Pólsk matarhátíð & SK8ROOTS
Laugardaginn 10. október allir velkomnir.

Knattspyrnudeild UMFN

Fótboltinn fer af stað 1. október og það verður eins og alltaf frítt að prófa að æfa. Nú erum við að bera út plaköt sem auglýsir okkar starf og er hvatning fyrir alla að koma og prófa fótbolta hjá Njarðvík.

 Nánari upplýsingar eru veittar á netfangið njardvikfc@umfn.is

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag

 • Blakdeildin býður öllum að koma á æfinga samkvæmt æfingatöflu.  Einnig bjóða þau sérstaklega áhugasömum öldungum að koma  í blak í Heiðarskóla 8.október kl. 20:00
 •  Knattspyrnudeildin er með opnar æfingar þessa viku og hvetja alla til að koma á æfingar í sínum aldursflokki samkvæmt stundaskrá.
 •  Körfuknattleiksdeildin er með opnar æfingar þessa viku og hvetja alla til að koma á æfingar í sínum aldursflokki samkvæmt stundaskrá.
 •  Fimleikadeildin er með opnar æfingar þessa viku og hvetja alla til að koma á æfingar í sínum aldursflokki samkvæmt stundaskrá.
 •  Sunddeildin er með opnar æfingar þessa viku og hvetja alla til að koma á æfingar í sínum aldursflokki samkvæmt stundaskrá.

 Allar upplýsingar má finna á www.keflavik.is

Sundmiðstöðin

Frítt verður í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar 9.október í tilefni af heilsu og forvarnarviku Reykjanesbæjar.

Sundmiðstöð Reykjanesbæjar Sunnubraut 31

Lífsstíll

Dagskrá Lífsstíls í heilsu og forvarnarviku:

KVAN

Fræðslufyrirlestur KVAN fyrir foreldra miðvikudaginn 7. október á heimasíðu Reykjanesbæjar

Anna Steinsen fjallar um sjálfstraust barna og félagsfærni. Börn og unglingar eru að takast á við ýmsar áskoranir, samfélagsmiðlar, skjátími, samanburður, kvíði, vináttuvandi og fleira. Hvernig getum við foreldrar stutt börnin okkar og ýtt undir heildbrigt sjálfstraust og góða félagsfærni. 

Heilsuefling á vinnustöðum

Við hvetjum vinnustaði til þess að taka þátt í heilsu- og forvarnarvikunni.
 
Hugmyndir að bættri heilsu starfsmanna:
 • Bæta svefninn
 • Drekka meira vatn
 • Líkamsbeiting í starfi
 • Hreyfa sig í a.m.k. 30 mín á dag
 • Nútvítundaræfingar
Borða ávexti og grænmeti

Skólar í Reykjanesbæ

 • Allir leik- og grunnskólar í Reykjanesbæ eru nú orðnir þátttakendur í Heilsueflandi skólum. Markmiðið er að styðja við skóla í að vinna markviss að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
 • Forvarnardagurinn verður haldinn árlega í grunnskólum 7.október í 15 sinn í grunnskólum landsins og tíunda sinn í framhaldsskólum.
 • Í ár er Forvarnardeginum sérstaklega beint að nemendum í 9.bekk og á 1. ári í framhaldsskólum.