Deiliskipulagstillaga fyrir Hlíðahverfi

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Markmið deiliskipulags er að: skipuleggja svæði fyrir 408 íbúðir í fjölbreyttri byggð fjölbýlishúsa og raðhúsa með lifandi tengsl bygginga og göturýma. Húsum verður þannig fyrir komið að þau myndi sólrík og skjólgóð rými eins og kostur er og útsýnis verði notið sem víðast.

 Tillagan er til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 22. apríl 2020 til 3. júní 2020. 

 Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júní 2020.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is

 Skipulagsfulltrúi
Reykjanesbæ, 9. apríl 2020

Fylgiskjöl:

GREINARGERÐ

SKIPULAGSUPPDRÁTTUR

SKÝRINGARUPPRÁTTUR