Ferðaþjónusta fyrir eldri borgara

Þeir einstaklingar sem eru 67 ára og eldri og búa í heimahúsum geta í sérstökum tilvikum sótt um ferðaþjónustu þrátt fyrir að ekki liggi fyrir skyldur bæjarfélagsins til slíkrar þjónustu.
Ferðir í sjúkraþjálfun eða læknaferðir innanbæjar eru heimilaðar fyrir einstaklinga 67 ára og eldri, sem hafa óskerta fram­færsluuppbót frá Tryggingarstofnun ríkisins eða hafa mánaðartekjur sem eru jafn háar óskertum bótum Tryggingarstofnunar ríkisins. 
Hámarksfjöldi ferða er 36 á ári.
Þeir einstaklingar sem eru 67 ára og eldri og dvelja á stofnun eiga ekki rétt á ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá starfsmönnum Velferðarsviðs s. 421 6700.

Reglur um ferðaþjónustu eldri borgara

Umsókn um ferðaþjónustu aldraðra