Forvarnir

Meginmarkmið forvarnastefnu sveitarfélagsins

Forvarnastefna Reykjanesbæjar er margþætt og byggir á samvinnu flestra þeirra aðila í bæjarfélaginu sem láta sig forvarnir varða.

 • Að stuðla að auknu heilbrigði og hamingju barna, ungmenna og fullorðinna, þ.e. fjölskyldunnar í heild sinni
 • Að skapa aðstæður sem eru líklegar til að hafa jákvæð áhrif
 • Að efla sjálfstraust og sjálfsmat barna og ungmenna
 • Stuðla að betri menntun
 • Stuðla öryggi á heimilum og bættum aðbúnaði og umhverfi barna og unglinga.

Sú víðtæka nálgun sem Reykjanesbær hefur gagnvart velferð og stuðningi við einstaklinga, kallar á gagnrýna skoðun á árangri sérhvers verkefnis og samhengi þess við aðra þjónustu sem er í boði. Þá er mikilvægt að meta hvað verður útundan í uppbyggingu þjónustunnar.

Helstu verkefni eru að vinna að áætlanagerð í forvarnamálum og halda utan um þau forvarnamál sem unnin eru hjá Reykjanesbæ og samstarfsaðilum. Einnig er fylgst með því hvaða verkefni skila árangri, hvað má betur fara og hvar þarf að bæta inn verkefnum. 

Forvarnavinna vinnur þvert á öll svið bæjarins.

SAMTAKA-hópurinn í Reykjanesbæ er þverfaglegur samstarfshópur um forvarnir í Reykjanesbæ. Í honum eiga sæti fulltrúar foreldra, grunn-og framhaldsskóla, lögreglunnar, heilbrigðisstofnunar og Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil getur þú kynnt þér erindisbréf Samtakahópsins

Verkefni

 • Heilsueflandi samfélag og verkefni tengd því. Með því að smella á þennan tengil opnast upplýsingar um heilsueflandi samfélag. Með því að smella á þennan tengil opnast bækilngur um heilsueflandi samfélag.
 • Forvarnadagur ungra ökumanna fyrir nemendur í FS sem eru að fara að fá bílpróf.
 • Forvarnadagur forsetans - Taktu þátt! Forvarnadagurinn var í fyrsta sinn haldinn árið 2006 undir kjörorðinu „Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli.“
 • Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar, haldin fyrstu vikuna í október ár hvert. (samstarfsverkefni stofnana, fyrirtækja og einstaklinga)
 • Reykjanesbær er með samning við Rannsóknir og Greiningu sem fylgjast náið með högum og líðan barna og ungmenna í Reykjanesbæ.
 • Reykjanesbær hefur nýverið skrifað undir samning við Embætti landlæknis um heilsueflandi samfélag. Stýrihópur ýtti verkefninu úr vör haustið 2016.
 • Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis eru yfirfarnir.
 • Ungmennaráð Reykjanesbæjar hefur kallað eftir aukinni fræðslu í grunn- og framhaldsskóla bæjarins. Slík fræðsla hefur verið stóraukin að undanförnu.