Heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta er veitt til allra aldurshópa. Markmið hennar er að aðstoða íbúa sem búa heima við heimilishald, persónulega umhirðu og aðdrætti vegna skertrar getu, að efla einstaklinga til sjálfsbjargar. Félagsleg heimaþjónusta stuðlar að því gera öldruðum, fötluðum og sjúkum kleift að búa sem lengst í heimahúsum.

Til félagslegrar heimaþjónustu telst; aðstoð við þrif, innlit, aðstoð við aðdrætti, heimsending matar. Gjald fyrir heimaþjónustu er samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar, greitt er fyrir hverja klukkustund við þrif en önnur þjónusta er endugjaldslaus.

 Nánari upplýsingar má fá í þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum s: 420-3400.