Heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta er veitt til allra aldurshópa. Markmið hennar er að aðstoða íbúa sem búa heima við heimilishald, persónulega umhirðu og aðdrætti vegna skertrar getu, að efla einstaklinga til sjálfsbjargar. Félagsleg heimaþjónusta stuðlar að því gera öldruðum, fötluðum og sjúkum kleift að búa sem lengst í heimahúsum.

Til félagslegrar heimaþjónustu telst; aðstoð við þrif, innlit, aðstoð við aðdrætti, heimsending matar. Gjald fyrir heimaþjónustu er samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar, greitt er fyrir hverja klukkustund við þrif en önnur þjónusta er endugjaldslaus.

 Nánari upplýsingar má fá í þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum s: 420-3400.

  • Gjaldskrá velferðar/félagsþjónustu

   Heimaþjónusta/heimilishjálp - einstaklingar

   Tekjuviðmið
   Gjald
   Tekjur undir 300.000 kr. á mánuði
   0 kr.
   Tekjur 300.001 - 360.000 kr. á mánuði
   435 kr. hver klukkustund
   Tekjur 360.001 - 432.000 kr. á mánuði
   820 kr. hver klukkustund
   Tekjur frá 432.001 kr. á mánuði
   1.523 kr. hver klukkustund

   Heimaþjónusta/heimilishjálp - hjón/sambýlisfólk

   Tekjuviðmið
   Gjald
   Tekjur undir 487.500 kr. á mánuði
   0 kr.
   Tekjur 487.501 - 585.000 kr. á mánuði
   435 kr. hver klukkustund
   Tekjur 585.001 - 702.000 kr. á mánuði
   820 kr. hver klukkustund
   Tekjur frá 702.001 kr. á mánuði
   1.523 kr. hver klukkustund

   Önnur þjónusta

   Tegund þjónustu
   Gjald
   Akstursþjónusta fatlaðs fólks innanbæjar
   Skv. gjaldskrá Strætó
   Dagdvöl aldraðra, tómstundadaggjald
   1.161 kr.
   Félagsstarf athvarfs aldraðra, þjónustukort (þátttaendur greiða sjálfir efnisgjald)
   2.587 kr.
   Akstur vegna heimsendingar á máltíð
   291 kr. fyrir hverja máltíð
   Akstursþjónusta aldraðra innanbæjar
   Skv. gjaldskrá Strætó