Heimsendur matur og mötuneyti á Nesvöllum

Í þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum er boðið upp á heitan mat í hádeginu alla virka daga.
Öllum eldri borgurum er frjálst að mæta og þarf ekki að skrá sig í matinn.
Fyrir þá sem ekki sjá sér fært um að fara í mat á Nesvöllum og ekki geta annast matseld er boðið upp á heimsendingu matar alla daga ársins. 

Þeir sem óska eftir heimsendum mat þurfa að hafa samband við þjónustumiðstöðina á Nesvöllum s: 420-3400  og skrá sig í áskrift

Mötuneyti er opið frá kl. 11:30-13:00.

Verð á máltíð í þjónustumiðstöð er kr. 1.200 en verð á heimsendri máltíð er kr. 1.498.