Húsaleigubætur

Þann 1. janúar 2017 taka gildi ný lög um húsnæðisbætur og Greiðslustofa húsnæðisbóta (Vinnumálastofnun) tekur við því hlutverki að greiða almennar húsnæðisbæturfyrir allt landið.  Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki.

Starfsemi Greiðslustofu hófst formlega 16. nóvember og er opnað fyrir umsóknir frá og með  21.nóvember 2016. Sótt verður um húsnæðisbætur rafrænt á heimasíðunni husbot.is.   Á  heimasíðunni  má nálgast helstu upplýsingar um húsnæðisbætur og reiknivél.

Við innleiðingu á húsnæðisbótakerfinu er þörf á miðlun upplýsinga milli Greiðslustofu húsnæðisbóta og sveitarfélaga líkt og gert er ráð fyrir í lögum um húsnæðisbætur og mun húsnæðisfulltrúi Reykjanesbæjar, Sigurbjörg Gísladóttir, verða tengiliður Reykjanesbæjar við Greiðslustofu húsnæðisbóta á þessu yfirfærslutímabili.

Sveitarfélögin munu áfram koma til með að greiða út sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknir um þann stuðning þarf að sækja til sveitarfélaganna. Húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun munu hafa áhrif á þær greiðslur eins og almennu húsaleigubæturnar hafa í dag. Til að auðvelda útreikning sveitarfélaga á sérstökum húsnæðisstuðningi er Greiðslustofu húsnæðisbóta heimilt að veita upplýsingar um greiðslur húsnæðisbóta og forsendur fyrir útreikningi þeirra til sveitarfélaga. 

https://husbot.is/

Sérstakar húsaleigubætur

Sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika. Uppfylla þarf öll skilyrði almennra húsaleigubóta en að auki þarf umsækjandi að hafa átt lögheimili í a.m.k. þrjú ár í Reykjanesbæ  frá því að umsókn er lögð fram.