Liðveisla

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Fyrir hvern er liðveisla?

Liðveisla er fyrir fatlað fólk á aldrinum 6 – 66 ára, með lögheimili í Reykjanesbæ, sem þarf persónulegan stuðning og aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun.

Ennfremur má veita liðveislu börnum á aldrinum 6-17 ára sem hafa vægari þroskaraskanir  og uppfylla ofangreind skilyrði um félagslega einangrun.
Liðveisla er ekki veitt einstaklingum sem búa  í búsetuúrræðum þar sem veitt er sólarhringsþjónusta.

Þjónustan er háð fjárhagsáætlun hverju sinni.

Umsókn

Umsókn skal berast til Velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Umsókn er tekin fyrir á teymisfundi og fær umsækjandi bréf um niðurstöðuna innan fjögurra vikna.

Sótt er um liðveislu í gegnum Mitt Reykjanes. 

Nánari upplýsingar veita starfsmenn Velferðarsvið í síma. 421 6700.