Ferðaþjónusta eldra fólks

Eldra fólk, 67 ára og eldra sem býr í heimahúsum getur átt rétt á að sækja um ferðaþjónustu.

Á ég rétt á ferðaþjónustu?

Já, ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  • Ert með lögheimili í Reykjanesbæ
  • Ert 67 ára eða eldri
  • Býrð í heimahúsi
  • Hefur óskerta framfærsluppbót frá Tryggingastofnun ríkisins eða hefur mánaðartekjur sem eru jafn háar óskertum bótum frá Tryggingastofnun ríkisins.

Þeir einstaklingar sem eru 67 ára og eldri og dvelja á stofnun eiga ekki rétt á ferðaþjónustu.

Í hvað má ég nýta ferðaþjónustuna?

Ferðaþjónusta er fyrst og fremst fyrir ferðir í sjúkraþjálfun og læknaferðir innan Reykjanesbæjar.

Hvað má ég nýta ferðaþjónustuna oft?

Hámarksfjöldi ferða er allt að 36 á ári.

Hvernig sæki ég um ferðaþjónustu aldraða?

Þú sækir um rafrænt á MittReykjanes.is > Umsóknir > undir Velferð er valið Umsókn um ferðaþjónustu aldraðra.

Hvar fæ ég nánari upplýsingar?

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá starfsmönnum Velferðarsviðs s. 421 6700.

Reglur um ferðaþjónustu eldra fólks