Skammtímavistun

Markmið skammtímavistunar er að bjóða upp á tímabundna dvöl til að létta álagi af fjölskyldum og veita börnunum/ungmennunum sjálfum tilbreytingu. Þessi þjónusta stuðlar að því að börnin/ungmennin geti búið sem lengst í foreldrahúsum. Lengd dvalartíma er breytileg eftir fötlun og aðstæðum hverju sinni en algengt er að hann sé 2- 4 sólarhringar í mánuði. Skammtímavistun fyrir Suðurnesin er staðsett að Heiðarholti 14- 16 í Garði.

Nánari upplýsingar veita ráðgjafar barna og fjölskylduteymis í síma 421 6700