Stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna

Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka fatlað barn í umsjá sína í skamman tíma í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess og veita barninu tilbreytingu. Stuðningsfjölskyldan hefur barnið í umsjón sinni að jafnaði tvo sólarhringa í mánuði.

Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er samningsbundin til ákveðins tíma.

Nánari upplýsingar veita ráðgjafar barna og fjölskylduteymis í síma 421 6700