Ævintýri í Reykjanesbæ

Tilvalin afþreying fyrir fjölskyldur

Reykjanesbær hefur gefið út ævintýrakort sem hefur að geyma upplýsingar um skemmtilega afþreyingu fyrir fjölskylduna og ferðamenn. Kortið er sett upp á skemmtilegan hátt sem goggur og geta því börn og fjölskyldur þeirra brugðið á leik og valið þannig hvað skal skoðað í heimsókn í Reykjanesbæ.

Reykjanesbær eru góður kostur fyrir fjölskyldur, sérstaklega frá höfuðborgarsvæðinu, enda stutt að fara suður í helgarrúnt og þægilegt eftir tvöföldum Reykjanesbrautarinnar. Við leggjum áherslu á afþreyingu sem hentar fjölskyldunni allri og kostar lítið.

Þar má nefna söfnin okkar sem eru orðin fjölmörg en aðgangur er ókeypis  auk þess sem börn fá frítt í sund í Reykjanesbæ. Það hafa því margir nýtt sér Vatnaveröldina - fjölskyldusundlaugina okkar sem er sérlega hentug fyrir yngstu kynslóðina. Ekki má gleyma Skessunni í hellinum sem tekur ævinlega vel á móti börnum, enda vita meinlaus. 

Innileikjagarðurinn á Ásbrú er hentugur fyrir fjölskyldur með ung börn og þar er hægt að halda afmælisveislur. Við viljum benda á að Innileikjagarðurinn er lokaður í júní og júlí.

Hægt er að nálgast ævintýrakortið á bókasafninu, upplýsingamiðstöð ferðamála, í Vatnaveröld, Duushúsum, Orkuverinu Jörð og Víkingaheimum.

Ævintýralegir tenglar
skessan.is og á facebook
Söfn og sýningar
Orkuverið Jörð
Vatnaveröld

Fréttir úr ýmsum áttum