Laus störf

Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Akurskóli - Tómstundafulltrúi

Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum aðila í 100% starf sem tómstundafulltrúi skólans. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling með forystuhæfileika og sem hefur unun af samskiptum við börn og unglinga, jákvætt viðhorf og metnað. Viðkomandi þarf að vera hvetjandi og góð fyrirmynd. Starfið felst í að vera forstöðumaður frístundaskólans Akurskjóls og skipuleggja félagsstarf í skólanum í samstarfi við nemendafélagið.

Óskað er eftir aðila með háskólamenntun í tómstunda- og félagsfræði eða sambærilegri menntun. Farsæl reynsla af tómstundastarfi og félagsstörfum með börnum og unglingum er kostur.

Í Akurskóla eru um 350 nemendur og um 70 starfsmenn. Í frístundaskólanum eru að jafnaði um 65 börn og öflugt nemendafélag er í skólanum. Akurskjól býður upp á skipulagða og metnaðarfulla tómstundadagskrá þar sem allir nemendur geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að hver og einn nemandi fái notið sín.

Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi.

Upphaf ráðningar er 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Vinnur að undirbúningi og skipulagi starfsins í frístundaskólanum
  • Vinnur með nemendum að morgni að hluta til og starfar í Akurskjóli þegar skóla lýkur.
  • Skipuleggur félagsstarf nemenda að skóla loknum s.s. opin hús og annað tómstundastarf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á uppeldissviði s.s. tómstunda-, félags- eða uppeldis- og menntunarfræði
  • Reynsla í starfi með börnum í tómstundastarfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi með börnum og unglingum
  • Almenn tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Akurskóli – Starfskraftur á kaffistofu

Starfssvið: Starfskraftur á kaffistofu starfsfólks

Akurskóli óskar eftir einstakling til að vinna á kaffistofu starfsmanna og vinna í matsal skólans í hádeginu. 

Í Akurskóla eru 330 nemendur og starfsfólk er um 80. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi. 

Ráðning er frá 12. ágúst 2024. Vinnutími er frá 8:00-14:00. 

Hlutverk/Helstu verkefni:

  • Sjá um kaffistofu starfsmanna og innkaup
  • Vinna við afgreiðslu matar í mötuneyti nemenda og sal
  • Sjá um nesti fyrir frístundaskólann
  • Sinna gæslu í matsal og ganga frá í sal eftir matartíma
  • Sjá um kaffiveitingar eftir hádegi þegar þörf er á
  • Önnur störf sem skólastjóri felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Áhugi að vinna með börnum
  • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Akurskóli – Taler du dansk?

Starfssvið: Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara til að kenna dönsku í 7. – 10. bekk.  

Í Akurskóla eru 350 nemendur og starfsfólk er um 70. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Starfshlutfall 100% og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Kennsla í dönsku á unglingastigi ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla á elsta stigi. 
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Hreint sakavottorð. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Akurskóli – Umsjónarkennari á yngsta stigi

Starfssvið: Umsjónarkennsla á yngsta stigi.

Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum aðila með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Akurskóla eru 330 nemendur og starfsfólk er 80. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Hlutverk/helstu verkefni:  

  • Kennsla í öllum bóklegum greinum á yngsta stigi í teymiskennslu.
  • Umsjón með nemendum og foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla á yngsta stigi. 
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Hreint sakavottorð.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, í tölvupósti sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Drekadalur - Aðstoðarleikskólastjóri

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík leitar eftir drífandi, skipulögðum og jákvæðum einstaklingi í starf aðstoðarleikskólastjóra sem er tilbúin að taka þátt og leiða gott faglegt starf í lýðræðislegu skólaumhverfi. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun.

Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum.  Í Drekadal verður lögð áhersla á samvinnu og nýtingu mannauðs ásamt leik barna sem verður gert hátt undir höfði.

Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfall frá og með 1. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags FSL Félag stjórnenda í leikskólum.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg
  • Stjórnunarreynsla í leikskóla mikilvæg
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Stundvísi og reglusemi
  • Góð íslenskukunnátta. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfar við hlið leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri og faglegu starfi leikskólans.
  • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
  • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
  • Sinnir þeim verkefnum sem varða stjórnun leikskólans sem leikskólastjóri felur honum hverju sinni. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Drekadalur - Deildarstjórar

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík auglýsir eftir sex deildarstjórum fyrir næsta skólaár. Um framtíðarstörf er að ræða í 100% starfshlutföll frá og með 10. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags FL félags leikskólakennara.

Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum.  Í Drekadal verður lögð áhersla á samvinnu og nýtingu mannauðs ásamt leik barna sem verður gert hátt undir höfði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni og foreldrasamvinnu
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga til starfsfólks, stjórnenda og foreldra
  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna á deildinni
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem leikskólakennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af starfi deildarstjóra í leikskóla er æskilegt
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Góð færni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Afar mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum
  • Góð íslenskukunnátta

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964

Umsóknarfrestur til: 13. maí 2024

Sækja um þetta starf

Drekadalur - Sérkennslustjóri

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík auglýsir eftir sérkennslustjora í 100% starf fyrir næsta skólaár.

Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum. Í Drekadal verður lögð áhersla á samvinnu og nýtingu mannauðs ásamt leik barna sem verður gert hátt undir höfði.

Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfall frá og með 10. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags leikskólakennara. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna.
  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í samstarfi við aðra stjórnendur leikskólans.
  • Er faglegur umsjónaraðili sérkennslu í leikskólanum, annast ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans og upplýsingagjöf til foreldra.
  • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
  • Ber ábyrgð á að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni.
  • Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
  • Sinnir sérkennslu barna og barnahópa með íhlutun.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem leikskólakennari (leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Framhaldsmenntun í sérkennslu æskileg.
  • Þekking og reynsla af sérkennslu í leikskólum.
  • Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna.
  • Færni og lipurð í samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður.
  • Góð íslenskukunnátta. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964

Umsóknarfrestur til: 13. maí 2024

Sækja um þetta starf

Fjármála og stjórnsýslusvið – Fulltrúi í reikningshald

Fjármála- og stjórnsýslusvið – Fulltrúi í reikningshald

Reikningshald fjármála-og stjórnsýslusviðs Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða fulltrúa í reikningshald/bókara í fullt starf.

Fulltrúi í reikningshaldi/bókari vinnur við daglega bókhaldsvinnu Reykjanesbæjar og undirstofnana bæjarins. Sér um að halda bókhald yfir viðskipti í samræmi við bókhaldsreglur og bókhaldslög. Fulltrúi í reikningshaldi/bókari annast merkingu fylgiskjala, sér um skráningu gagna í bókhald sveitarfélagsins og sér um uppfærslu og afstemmingu á þeim. Hann sér um forskráningu og bókun innsendra reikninga á sveitarfélagið.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Móttaka og skráning reikninga
  • Eftirfylgni með samþykkt reikninga
  • Upplýsingagjöf og þjónusta við lánadrottna og forstöðumenn stofnana
  • Umsjón með verkbókhaldi
  • Afstemmingar
  • Afleysing gjaldkera
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Viðurkenndur bókari er kostur
  • Reynsla af bókhaldi og þjónustu æskileg
  • Þekking og reynsla af NAV – Dynamics 365 BC bókhaldskerfi
  • Þekking og reynsla á notkun Excel
  • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og þjónustulund
  • Íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hvernig umsækjandi mætir hæfniskröfum starfsins. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

 

Upplýsingar gefur Þorgeir Sæmundsson, deildarstjóri reikningshalds. Netfang: thorgeir.saemundsson@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 07. maí 2024

Sækja um þetta starf

Félagsmiðstöð Háaleitisskóla – Umsjónarmaður

Félagsmiðstöð í Háaleitisskóla auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf sem umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar.

Fjölbreytt, skemmtilegt og skapandi starf með ungmennum. Tækifæri til stefnumótunar í nánu samstarfi við starfsfólk Fjörheima félagsmiðstöðvar og stjórnendur í Háaleitisskóla. Stefnt er að því að bjóða upp á dag- og kvöldopnanir fyrir ungmenni í Háaleitisskóla með áherslu á leik, sköpun, lýðheilsu og ungmennalýðræði. Félagsmiðstöðin er staðsett í Háaleitisskóla á Lindarbraut 624, 235 Reykjanesbæ.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða ótímabundna ráðningu. Vinnutími er frá kl. 08:00-16:00/ 09:00-17:00 eða 14:00-22:00.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með félagsmiðstöð í Háaleitisskóla.
  • Bjóða upp á dag- og kvöldopnanir fyrir ungmenni í Háaleitisskóla.
  • Leiðbeina og tryggja þátttöku ungmenna í starfi með styrkleika þeirra að leiðarljósi.
  • Skipulagning og uppsetning á viðburðum, klúbbum eða öðrum verkefnum.
  • Umsjón með starfsmannafundum.
  • Undirbúningur og frágangur í upphafi/ lok hvers dags.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í Tómstunda- og félagsmálafræði og/eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi.
  • Samskipta- og samvinnuhæfni, ásamt getu til að miðla upplýsingum.
  • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
  • Sveigjanleiki og hjálpsemi.
  • Þolinmæði og umhyggja.
  • Hæfni til þess að lesa í aðstæður.
  • Virðing fyrir ungmennum og samstarfsfólki, skoðunum þeirra og upplifun.
  • Tæknilæsi eða vilja til þess að nýta sér tækni í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Hreint sakarvottorð.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, netfang gunnhidur.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Holtaskóli – Deildarstjóri námsúrræðis

Starfssvið: Holtaskóli – Deildarstjóri sérhæfðs námsúrræðis og verkefna

Í Holtaskóla eru rúmlega 400 nemendur og um 80 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Virðing, ábyrgð, virkni og ánægja. Í Holtaskóla er lögð áhersla á leiðsagnarnám og einnig er unnið eftir PBS atferlisstefnunni (stuðningur við jákvæða hegðun). Í Holtaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem áhersla er lögð á heildstæða nálgun með þarfir nemanda að leiðarljósi. 

Holtaskóli leitar að metnaðarfullum og framsæknum einstaklingi sem hefur færni til að leiða sérhæft námsúrræði innan skólans auk annarra verkefna. Deildarstjóri gegnir mikilvægu hlutverki í að móta góðan skólabrag og samstarfsvettvang skóla og samfélags. Deildarstjóri tekur þátt í mótun framtíðarstefnu skólans í samræmi við gildandi lög og aðalnámskrá, menntastefnu Reykjanesbæjar og hugmyndafræði skólans.

Ráðning í starfið er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf. Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipuleggja og stýra fyrirkomulagi sérhæfðs námsúrræðis við skólann.
  • Vera í forystu og ráðgefandi aðili við gerð einstaklingsnámskráa, námsáætlana og námsgagna
  • Greining á námsstöðu nemenda í samstarfi við deildarstjóra stoðþjónustu, kennara og annarra sérfræðinga.
  • Stýrir teymisfundum og sér um skipulag þeirra og ber ábyrgð á samstarfi við aðra sérfræðinga vegna nemenda með sérþarfir.
  • Veitir faglega ráðgjöf til kennara og foreldra varðandi nám, kennslu, námsgögn og fl.
  • Fylgjast með velferð nemenda.
  • Sér um að gera stundatöflur starfsmanna sérhæfðs námsúrræðis og að leiðbeina þeim í starfi.
  • Vera tengiliður farsældar.
  • Hafa eftirfylgd með sértækum verkefnum innan stoðþjónustunnar sem tengjast nemendum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla.
  • Framhaldsnám í sérkennslufræðum skilyrði.
  • Reynsla af skólastjórnun og kennslu nemenda sem þurfa sértækan stuðning í námi.
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum.
  • Faglegur metnaður og góð þekking á fjölbreyttum kennsluháttum.
  • Leiðtogahæfni, lausnamiðun, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Hreint sakavottorð. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. Kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni fr. 65/1974 á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XX11 kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Frekari upplýsingar um starfið veita Unnar Stefán Sigurðsson skólastjóri, netfang: unnar.s.sigurdsson@holtaskoli.is S. 863-4696 og Sigrún Huld Auðunsdóttir aðstoðarskólastjóri, netfang: sigrun.h.audunsdottir@holtaskoli.is S. 896-6746

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Holtaskóli – Umsjónarmaður fasteigna

Starfssvið: Umsjónarmaður fasteigna

Í Holtaskóla eru rúmlega 400 nemendur og um 80 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Virðing, ábyrgð, virkni og ánægja. Í Holtaskóla er lögð áhersla á leiðsagnarnám og einnig er unnið eftir PBS atferlisstefnunni (stuðningur við jákvæða hegðun). Í Holtaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem áhersla er lögð á heildstæða nálgun með þarfir nemanda að leiðarljósi. 

Holtaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni til að sinna starfi umsjónarmanns fasteigna í skólanum. Skólinn leggur áherslu á hlýlegt umhverfi og jákvætt viðmót sem stuðlar að vellíðan og árangri jafnt nemenda sem starfsmanna. Virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi í skólastarfinu.

Um er að ræða 100% starf og fara laun og starfskjör eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Vinnutími er frá kl. 07:30 til 16:00. Ráðning í starfið er frá 1. ágúst 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjónarmaður hefur yfirumsjón og daglegt eftirlit með fasteign og skólalóð.
  • Umsjónarmaður gerir tillögur og/eða áætlanir um viðhald og breytingar á fasteign og skólalóð.
  • Umsjónarmaður ber ábyrgð á og fylgir eftir að viðhaldi á þeim kerfum og búnaði sem snúa að fasteigninni sé sinnt. 
  • Hefur eftirlit með ræstingum á fasteigninni og er tengiliður skólans við þá sem sjá um ræstingu.
  • Beitir sér fyrir hagkvæmni í rekstri á þeim liðum sem hann ber ábyrgð á.
  • Sinnir ýmsum útréttingum og innkaupum er snúa að rekstri fasteignarinnar.
  • Sinnir almennum hálkuvörnum og snjómokstri við innganga og tröppur.
  • Sér um opnun og lokun á fasteigninni og um flokkun og frágang sorps. 
  • Sinnir beiðnum frá starfsfólki um viðvik er lúta að kennsluaðstöðu og búnaði.
  • Sinnir útköllum utan vinnutíma sem snúa að yfirumsjón og daglegu eftirliti með fasteigninni. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðnmenntun er kostur
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð skipulagshæfni
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
  • Stundvísi, reglusemi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Ökuréttindi
  • Almenn tölvukunnátta
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Hreint sakavottorð. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. Kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni fr. 65/1974 á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XX11 kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

 

Upplýsingar gefur Frekari upplýsingar um starfið veita Unnar Stefán Sigurðsson skólastjóri, netfang: unnar.s.sigurdsson@holtaskoli.is S. 863-4696 og Sigrún Huld Auðunsdóttir aðstoðarskólastjóri, netfang: sigrun.h.audunsdottir@holtaskoli.is S. 896-6746

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli - Kennari í textílmennt.

Starfssvið: Kennari í textílmennt.

Háaleitisskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Háaleitisskóla eru um 460 nemendur og um 100 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs.  Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Háaleitisskóli fékk viðurkenningu fyrir sitt markvissa starf í umhverfismálum með afhendingu Grænfánans síðastliðið vor. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Hlutverk/helstu verkefni:  

  • Kennsla í textílmennt í 1. – 10. bekk ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfingu á grunnskólastigi.
  • Reynsla af kennslu í textílmennt í grunnskóla.   
  • Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is, S. 695-7616 Eva Björk Sveinsdóttir deildarstjóri, eva.bjork@haaleitisskoli.is, S. 898-4496

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli - Skólafélagsráðgjafi

Starfssvið: Skólafélagsráðgjöf

Í Háaleitisskóla eru um 460 nemendur og um 100 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs.  Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Einnig er unnið að því að fá viðurkenningu sem Grænfánaskóli með markvissu starfi í umhverfismálum. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá og með 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Hlutverk og helstu verkefni

  • Nemendaráðgjöf m.a. vegna félaglegs, námslegs og/eða tilfinningalegs vanda.
  • Foreldraráðgjöf vegna nemenda.
  • Ráðgjöf og handleiðsla við starfsmenn skóla vegna nemenda.
  • Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna, tengiliður skóla.
  • Sjálfstyrkinganámskeið fyrir minni og stærri hópa.
  • Forvarnarvinna í samráði við skólastjóra og þátttaka í mótun forvarnaráætlana skólans.
  • Samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa.
  • Stýrir starfi aðgerðateymis vegna eineltismála.
  • Þátttaka í mótun og þróun úrræða fyrir nemendur.
  • Þátttaka í áfallateymi skólans sem virkjað er þegar alvarleg mál koma upp.
  • Fundarseta í nemendaverndarráði .

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í félagsráðgjöf.
  • Reynsla af uppeldis- og foreldraráðgjöf er kostur.
  • Þekking og reynsla af viðtalstækni er æskileg og reynsla af því að ræða við börn er skilyrði.
  • Þekking og vinnsla með greiningartæki er kostur (s.s. Ester mat).
  • Geta til að nýta viðurkennda vísindalega þekkingu við úrlausn mála.
  • Áhugi á að vinna að velferð barna og ungmenna.
  • Krafa er um lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleika.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og koma frá sér vönduðum skriflegum texta á íslensku.
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is, S. 695-7616 Eva Björk Sveinsdóttir deildarstjóri, eva.bjork@haaleitisskoli.is, S. 898-4496

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli – Grunnskólakennari á miðstigi

Starfssvið: Kennsla í bóklegum greinum á miðstigi og umsjón (5.- 7. bekkur).

Háaleitisskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Háaleitisskóla eru um 460 nemendur og um 100 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs.  Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Háaleitisskóli fékk viðurkenningu fyrir sitt markvissa starf í umhverfismálum með afhendingu Grænfánans síðastliðið vor. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá og með 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla í bóklegum greinum á miðstigi, umsjón með nemendum, foreldrasamstarf ásamt faglegri   vinnu í skóla.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna í teymum með öðrum kennurum.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Reynsla af kennslu í leik,- grunn eða framhaldsskóla.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun og áhugi á að starfa í skapandi umhverfi.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar gefur Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is, S. 695-7616 Eva Björk Sveinsdóttir deildarstjóri, eva.bjork@haaleitisskoli.is, S. 898-4496

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli – Grunnskólakennari á yngsta stig

Starfssvið: Kennsla á yngsta stigi og umsjón (1.- 4. bekkur)

Háaleitisskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Háaleitisskóla eru um 460 nemendur og um 100 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs.  Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Háaleitisskóli fékk viðurkenningu fyrir sitt markvissa starf í umhverfismálum með afhendingu Grænfánans síðastliðið vor. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá og með  1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla í bóklegum greinum á yngsta stigi.
  • Umsjón með nemendum, foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna í teymum með öðrum kennurum.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Reynsla af kennslu í leik,- grunn eða framhaldsskóla æskileg.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun og áhugi á að starfa í skapandi umhverfi.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is, S. 695-7616 Eva Björk Sveinsdóttir deildarstjóri, eva.bjork@haaleitisskoli.is, S. 898-4496

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Njarðvíkurskóli - Starfsfólk skóla

Njarðvíkurskóli og sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla leitar af áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum í störf starfsfólks skóla.

Í Njarðvíkurskóla eru um 440 nemendur og um 100 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: Menntun og mannrækt. Njarðvíkurskóli er umhverfisvænn grunnskóli sem leggur áherslu á jákvæðan skólabrag, öflugt foreldrasamstarf og er stöðugt verið að leita nýrra leiða til að gera gott starf enn betra.  

Æskilegt er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá 8:00-13:30/14:00/16:00

Helstu verkefni:

  • Starfsfólk skóla starfar með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu.
  • Annast gangavörslu, frímínútnagæslu, vinna í frístundaskóla
  • Aðstoða í matar-og nestistímum og sinna öðrum störfum sem skólastjóri felur þeim.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Áhugi að vinna með börnum
  • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Frumkvæði í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, netfang: asgerdur.thorgeirsdottir@njarðvíkurskoli.is S. 8632426

Umsóknarfrestur til: 08. maí 2024

Sækja um þetta starf

Njarðvíkurskóli- Hönnun og smíði

Starfssvið: Hönnunar- og smíðakennsla

Í Njarðvíkurskóla eru um 440 nemendur og um 100 starfsmenn.  Einkunnarorð skólans eru: Menntun og mannrækt.  Njarðvíkurskóli er umhverfisvænn grunnskóli sem leggur áherslu á jákvæðan skólabrag, öflugt foreldrasamstarf og er stöðugt verið að leita nýrra leiða til að gera gott starf enn betra.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.  

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Hönnun- og smiðakennsla í 1. – 9.  bekk ásamt valgreinum á unglingastigi og faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af kennslu í hönnun og smíði í grunnskóla.   
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Hreint sakavottorð.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, netfang: asgerdur.thorgeirsdottir@njarðvíkurskoli.is S. 8632426

Umsóknarfrestur til: 02. maí 2024

Sækja um þetta starf

Stapaskóli - Kennari á miðstig

Starfssvið: Kennari á miðstig.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli verður hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og nánum tengslum við nánasta umhverfi.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.  

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Kennsla í flestum bóklegum greinum á miðstigi í teymiskennslu.
  • Umsjón með nemendum og foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfingu á grunn- eða framhaldsskólastigi.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla. 
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum. 

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, netfang: groa.axelsdottir@stapaskoli.is og í síma 420 – 1600 / 824-1069.

Umsóknarfrestur til: 29. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Stapaskóli - Kennari á yngsta stig

Starfssvið: Kennari á yngsta stig.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli verður hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og nánum tengslum við nánasta umhverfi.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi. 

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.  

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Kennsla í flestum bóklegum greinum á yngsta stigi í teymiskennslu.
  • Umsjón með nemendum og foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfingu á leik- og/eða grunnskólastigi
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla. 
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum. 

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf.  Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, netfang: groa.axelsdottir@stapaskoli.is og í síma 420 – 1600 / 824-1069.

Umsóknarfrestur til: 29. apríl 2024

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna.

Velferðarsvið óskar eftir að ráða starfsfólk á heimili fatlaðra barna.

Óskað er eftir einstaklingum í sumarafleysingar á fjölskylduheimili langveikrar 17 ára stúlku sem þarf  hjálp við allar athafnir daglegs lífs og félagsskap. Um er að ræða vaktarvinnu á öllum tímum sólahringsins. Við leitum að umhyggjusömum og heilsuhraustum konum í starfið.

Um er að ræða tímabundið 50% starf á tímabilinu 01.06 -31.08.23 með möguleika á fastráðningu.

Um er að ræða vakta- og tímavinnu þar sem unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Einstaklingsmiðuð persónuleg þjónusta við íbúa i hennar daglega lífi
  • Almenn heimilisstörf
  • Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf
  • Samvinna með samstarfsfólki og aðstandendum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sjúkraliðanám, félagsliðanám eða annað nám sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla og þekking af málefnum fatlaðs fólks
  • Reynsla af umönnunarstörfum
  • Hæfni og virðing í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og þolinmæði

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar gefur Lise Olivia Lia forstöðuþroskaþjálfi, netfang lise.o.lia@reykjanesbaer.is S. 781-8981.

Umsóknarfrestur til: 13. maí 2024

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið – Teymisstjóri barnaverndarþjónustu

Velferðarsvið Reykjanesbæjar auglýsir starf teymisstjóra barnaverndarþjónustu laust til umsóknar.

Um er að ræða 100% starf fyrir öflugan og framsækin leiðtoga til að leiða faglegt starf barnaverndarþjónustu á velferðarsviði Reykjanesbæjar. Á sviðinu starfar metnaðarfullur hópur stjórnenda og sérfræðinga. Teymisstjóri ber ábyrgð á faglegri stjórnun verkefna barnaverndarteymis, mannauðsmálum, fjárhagslegum rekstri, þverfaglegri samvinnu  og  að þjónusta og rekstur sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og framtíðarsýn.

Velferðarsvið leggur áherslu á að vinna að stefnu Reykjanesbæjar um velferð íbúa og samfélagsins í heild og er yfirskrift stefnunnar Reykjanesbær í krafti fjölbreytileikans. Lögð er áhersla á að nýta til fulls kosti fjölbreytileikans og efla alla bæjarbúa til að búa sér og börnum sínum gott líf með virkri þátttöku í samfélaginu.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt  er að viðkomandi endurspegli þau gildi í störfum sínum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vera leiðtogi barnaverndarteymis og gegna forystuhlutverki í teyminu
  • Ber ábyrgð á faglegri stjórnun verkefna í samræmi við barnaverndarlög,mannaforráðum og úrræðum
  • Ber fjárhagslega ábyrgð á þeim rekstrareiningum og útgjöldum sem falla undir teymið
  • Fer með málastjórn og er sérfræðingum teymisins til stuðnings og ráðgjafar við úrlausn flókinna mála
  • Að efla samstarf milli starfseininga, stofnana og teyma í þágu barna
  • Að taka virkan þátt í starfi stjórnendateymis velferðarsviðs
  • Að taka þátt í stefnumótun í velferðarmálum sveitarfélagsins
  • Að taka þátt í áætlanagerð velferðarsviðs
  • Að innleiða framtíðarsýn og stefnuáherslur sveitarfélagsins í alla starfsemi teymisins

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Félagsráðgjöf eða annað  háskólanám sem nýtist í starfi
  • Framhaldsmenntun í barnavernd er kostur
  • Þekking og reynsla af vinnu með börn og fjölskyldur æskileg
  • Reynsla eða þekking á opinberri stjórnun og stjórnsýslu kostur
  • Reynsla og þekking af rekstri er kostur
  • Sterk leiðtogafærni og þjónustulund
  • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Hreint sakavottorð

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.  Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eða uppruna, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, netfang hera.o.einarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 03. maí 2024

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hjá Reykjanesbæ starfa u.þ.b. 1.200 manns í fjölbreyttum störfum hjá sveitarfélaginu og er reglulega verið að leita að hæfu og góðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Eingöngu er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Vinsamlegast taktu fram í umsóknarforminu ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á  tímavinnu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið 100% stöður eða/og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði.

Reykjanesbær hvetur þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2024

Sækja um þetta starf