Bæjarstjóri

Kjartan Már Kjartansson  hefur starfað sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar frá 1. september 2014. Hann hefur yfirumsjón með starfsemi bæjarfélagsins og sér um að samþykktum bæjarstjórnar og ákvörðunum tengdum fjárhagsáætlun sé fylgt eftir.

Kjartan Már Kjartansson er rekstrarhagfræðingur (MBA) frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi. Kjartan er einnig menntaður fiðlukennari og starfaði sem slíkur í 18 ár við Tónlistarskólann í Keflavík og þar af 13 einnig sem skólastjóri. Eftir að fiðlukennaraferlinum lauk starfaði Kjartan m.a. sem fyrsti forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, og síðar við stjórnunarstörf hjá IGS, LazyTown og Samkaupum. Kjartan hefur sinnt stjórnunarstörfum í yfir 30 ár á Íslandi sem og erlendis. Daglegur rekstur, fjármál, gæðastjórnun og mannauðsmál hafa verið stór hluti af hans ábyrgðarstörfum.

Kjartan Már var bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar frá 1998-2006 og varamaður 1994-1998. 

Kjartan Már er kvæntur Jónínu Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn.

Passamynd af bæjarstjóra