Þjónusta

Öll þjónusta Reykjanesbæjar

Stuðlum að hamingju og heilbrigði

Við trúum því að það sé sameiginlegt hlutverk okkar sem hér búum að stuðla að hamingju og heilbrigði einstaklinganna, að þeir nái að þroska hæfileika sína, hafi sterka sjálfsmynd og láti drauma sína rætast.

Í hamingjuhugtakinu er fólgið að sérhver einstaklingur skynji framtíð sína opna, bjarta og áhugaverða. Þetta vill bærinn gera með því að skapa einstaklingum umhverfi sem styður við andlega, líkamlega og félagslega velferð sem og að skapa einstaklingum og fyrirtækjum jákvæðar aðstæður til vaxtar og velgengni.

Við setjum markið á að fjölbreytni og gæði þjónustu sé á við það besta sem býðst í nútímasamfélagi og að verkefni okkar, sem miða að þessu séu unnin á hagkvæman hátt.

Á grunni framtíðarsýnar er lögð áhersla á að endurmeta verkefnin á sérhverju ári, með aðstoð stjórnenda Reykjanesbæjar og á samráðs- og upplýsingafundum með íbúum. Við höfum lagt áherslu á að hitta bæjarbúa á íbúafundum, á ráðstefnum um fjölskylduna, skólann, íþróttir, skipulagsmál, verkframkvæmdir og menningu.

Það er ánægjulegt að finna að nafn Reykjanesbæjar heyrist æ oftar nefnt þegar nýjungar í fjölskyldu- og skólamálum ber á góma. Umhverfisbætur og fjölbreytt menningarlíf njóta einnig jákvæðrar athygli.

Áfram verður haldið með öfluga uppbyggingu með það að markmiði að skapa íbúum betri aðstæður og tíma til að lifa vel og njóta þess að búa í Reykjanesbæ. Framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2002 - 2010

Árni Sigfússon bæjarstjóri

Senda fyrirspurn

Fréttir úr ýmsum áttum