Tómstundafélög

0 % Hreyfingin

0% Hreyfingin í Reykjanesbæ er með aðsetur að Hafnargötu 88 (88 Húsið). Vikulegir fundir hafa verið virkir síðan í september 2012.
Markmið hreyfingarinnar er að virkja ungt fólk til að þrífast í samfélaginu. Meðal annars er boðið upp á virkan Leiðtogaskóla 0% og tengingar í þann vettvang í Evrópu. Það gerir meðlimum kleift að ferðast og læra frá mismunandi menningarheimum. Það von aðstandenda að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi á komandi misserum hjá 0%. Hreyfingin er fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára en einnig er starf fyrir 18-30 ára. Það er einnig  markmið  hreyfingarinnar að starfið sé skipulagt og framkvæmt af unga fólkinu sjálfu. Formaður er Ástrós Ósk Karlsdóttir aok97@icloud.com

Seltjörn

Seltjörn er veiðivatn á Reykjanesi, steinsnar frá þjóðveginum á leið til Grindavíkur. Umsjón með vatninu hefur Júlíus hjá Flugukofanum. Hægt er að ná í Júlíus í síma 821-4703 eða senda tölvupóst á netfangið flugukofinn@simnet.is 

Annað

VATNSLEIKJAGARÐURINN VATNAVERÖLD