Kristín Helgadóttir

Kristín ráðin í starf leikskólafulltrúa

Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin leikskólafulltrúi á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Hún tekur við starfinu af Ingibjörgu Bryndísi Hilmarsdóttur sem hefur hafið störf hjá Menntamálastofnun við þjóðarátak í læsi.  Kristín hefur starfað sem leikskólastjóri á Holti frá árinu 1993 og hefur yfir 20 ár…
Lesa fréttina Kristín ráðin í starf leikskólafulltrúa
Hér eru nemarnir saman komnir ásamt nokkrum skólastjórnendum, fulltrúum á fræðslusviði og sviðsstjó…

Margir starfsmenn í námi í leikskólakennararfræðum

Reykjanesbær brást vel við tilmælum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands sem hvöttu sveitarfélög til að styðja við átak fjölgun leikskólakennara. Í því skyni býður bærinn upp á sveigjanleika til að starfsmenn í leikskólum bæjarins geti stundað leikskólakennaranámið með vinnu. …
Lesa fréttina Margir starfsmenn í námi í leikskólakennararfræðum
Magnús Scheving verður með fyrirlestur í heilsu- og forvarnarviku

Hvað þýðir að vera heilbrigður?

Magnús Scheving höfundur Latabæjar heldur erindi í tilefni heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ fimmtudagskvöldið 1. október kl. 20:00 í Bergi, Hljómahöll. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.  Magnús Scheving hefur um langt árabil haft heilbrigði og forvarnir að leiðarljósi,…
Lesa fréttina Hvað þýðir að vera heilbrigður?
Auglýsingaborði heilsu- og forvarnarviku

Heilsu- og forvarnarvika hefst 28. september

Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ verður haldin í áttunda sinn dagana 28. september til 4. október. Boðið verður upp á fjölda viðburða um allan bæ í vikunni sem flestir eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skólarnir í Reykjanesbæ bjóða margir nemendum sínum upp á skemmtilega fræðslu og heilsusa…
Lesa fréttina Heilsu- og forvarnarvika hefst 28. september
Stefán Gunnar Thor fór yfir gildandi skipulag.

Fjöldi góðra tillagna bárust frá íbúum

Margar góðar hugmyndir og ábendingar bárust varðandi breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar á íbúaþingi sem haldið var í Stapa sl. laugardag. Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs segist ánægður með fjölda þátttakenda og sérstaklega hversu vel þeir tóku þátt í umræðunni og höfðu st…
Lesa fréttina Fjöldi góðra tillagna bárust frá íbúum

Alþjóðleg vottun færir aukin tækifæri

Alþjóðleg vottun sem Reykjanes jarðvangur (Reykjanes Geopark) fékk á dögunum er flott tækifæri fyrir sveitarfélögin, íbúana og fyrirtækin að vekja athygli á því að þau búi og starfi innan jarðvangs. Þetta segir Eggert Sólberg Jónsson verkefnisstjóri jarðvangsins. Nú sé það í okkar höndum að nýta þet…
Lesa fréttina Alþjóðleg vottun færir aukin tækifæri
Lið Reykjanesbæjar er skipað Grétar Þór, Baldri og Guðrúnu Ösp.

Reykjanesbær og Seltjarnarnes í Útsvari

Spurningaþáttur sveitarfélaganna, Útsvar, hefur nú hafið göngu sína á nýjan leik. Einum þætti er lokið þar sem Hafnarfjörður hafði betur á móti Árborg. Á föstudagskvöld kl. 20 mætir hið frækna lið Reykjanesbæjar til leiks og keppir við lið Seltjarnarness. Lið Reykjanesbæjar er óbreytt frá síðasta v…
Lesa fréttina Reykjanesbær og Seltjarnarnes í Útsvari

Engin ástæða til að óttast geislavirka úrganginn

Eins og fram kom í sjónvarpsfréttum RUV í gærkvöldi hafa geislavirk spilliefni fallið til við orkuvinnslu í Reykjanesvirkjun og þau urðuð á svæðinu frá árinu 2006 í lokuðum ílátum. Engin ástæða er til að óttast, segja forstjórar Geislavarna ríkisins og HS orku. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands…
Lesa fréttina Engin ástæða til að óttast geislavirka úrganginn

Íslensk náttúra á Reykjanesi

Dagur íslenskrar náttúru er miðvikudaginn 16. september og er það í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Í ár beinir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið athygli sérstaklega að þeim stöðum og fyrirbærum í íslenskri náttúru sem hver og einn hefur hvað mesta dálæti á.   Öll eigum við okkar…
Lesa fréttina Íslensk náttúra á Reykjanesi

Gunnar Helgason gestur á uppskeruhátíð sumarlesturs

Gunnar Helgason rithöfundur og leikari verður gestur uppskeruhátíðar sumarlesturs Bókasafns Reykjanesbæjar sem fram fer í safninu í dag kl. 17:00. Metþátttaka var í sumarlestrinum í ár og því verður fagnað. Bókasafn Reykjanesbæjar bauð upp á sumarlestursbingó í ár sem sló rækilega í gegn. Alls 3…
Lesa fréttina Gunnar Helgason gestur á uppskeruhátíð sumarlesturs