Heilsueflandi samfélag
Heilsueflandi samfélag

Nú eru liðin fjögur ár frá því að Reykjanesbær gekk til liðs við Heilsueflandi samfélög sem er
heildræn nálgun á vegum Embætti landlæknis í samstarfi við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagssamtök o.fl. Nú getum við stolt sagt frá því að öll skólastigin hafa hoppað um borð á heilsueflandi lestinni og orðnir þátttakendur í verkefninu.

Meginmarkmið verkefnisins er að styðja samfélagið í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa og hafa allir skólar og leikskólar hafa sinn tengilið við verkefnið og hafa fengið kynningu á verkefninu.

Annað fagnaðarefni í átt að aukinni vellíðan íbúa er að fyrsta heildræna Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar hefur verið birt og samþykkt á heimasíðu sveitarfélagsins. Stefnan tekur á þáttum að aukinni andlegri, líkamlegri og félagslegu heilbrigði íbúa í Reykjanesbæ með heildrænni nálgun við heimsmarkmiðin og stefnu Reykjanesbæjar sem nær til ársins 2030. Stefnan er liður í því að efla vellíðan, heilbrigði og auka þjónustu við samfélagið og auka lífskjör bæjarbúa. Stefnan er lifandi og verður endurskoðuð árlega með tilliti til niðurstaða úr Lýðheilsuvísum Embætti landlæknis.

Þema ársins í Lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar 2021 verður geðrækt þar sem lögð verður áhersla á að auka fræðslu og meðvitund um mikilvægi andlegrar heilsu og líðan.

Lýðheilsuráð óskar bæjarbúum gleðilegt nýtt ár og þakkar fyrir árið sem er að líða.