Stjórnkerfi

Allt stjórnkerfi Reykjanesbæjar

Framsækið stjórnkerfi byggt á traustum grunni

Stjórnkerfi Reykjanesbæjar er tvískipt eins og önnur opinber stjórnkerfi á Íslandi.

Annars vegar er pólitíska kerfið, lýðræðislega kjörnir bæjarfulltrúar (11) sem skipa bæjarstjórn og nefndir sem bæjarstjórn skipar samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar. Æðsti yfirmaður pólitíska kerfisins er forseti bæjarstjórnar. Bæjarráð fer með fjármálastjórn bæjarins en aðrar fastanefndir sem bæjarstjórn skipar, fjalla um afmarkaða málaflokka.

Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi tvisvar í mánuði en bæjarráð fundar vikulega. Aðrar nefndir funda eftir þörfum.

Hins vegar er embættismannakerfið, þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann.

Bæjarstjóri er yfirmaður stjórnenda málaflokka. Framkvæmda- og stoðsvið sem heyra undir hann eru 7 talsins en undir þau heyra rekstur á stofnunum bæjarins s.s. leik- og grunnsólum, söfnum, íþróttamannvirkjum o.frv.

Senda fyrirspurn

Fréttir úr ýmsum áttum