Sýslumaðurinn

Sýslumaðurinn

Meðan varnarliðið dvaldi á Íslandi var þarna innan girðingar Sýslumannsembætti og tollvarðstöð. Þurftu starfsmenn og gestir herstöðvarinnar að sýna sérstakan passa til að fara um varðstöðina. Þarna var jafnan á vakt íslenskur lögreglumaður og herlögregla MP sem gjarnan leituðu í bílum og á fólki enda freistandi að smygla ýmsu út af varnarsvæðinu.

Staðsetning: Efst í Grænásbrekkunni