Sundmaðurinn

Sundmaðurinn

Á suðurgafli sundmiðstöðvarinnar við Sunnubraut.

Stórt mósaíkverk eftir Höllu Haraldsdóttur.

Samsett úr 175 þúsund ítölskum mósaíksteinum í bláum, hvítum og gráum tónum, sumir heilir en sumir brotnir niður og höggnir til af listakonunni sjálfri og undir hennar umsjón. Listakonan afhjúpaði sjálf verkið 28. september 1991 en Keflavíkurbær kostaði það. Hugleiðing Höllu um verkið er; “mósaíkmyndin er ímynd hins hrausta sundmanns sem klýfur öldur vatnsins á öflugu skriðsundi.”

 

Ábyrgðaraðili: Listasafn Reykjanesbæjar