Þakkir fyrir veittan stuðning á Ljósanótt 2014

Frá afhendingu menningarverðlauna í Bíósal.
Frá afhendingu menningarverðlauna í Bíósal.

Afhending menningarverðlauna Reykjanesbæjar fór fram við hátíðlega athöfn í Duushúsum sl. fimmtudag  og komu þau í hlut Guðnýjar Kristjánsdóttur sem helgað hefur sig starfi Leikfélags Keflavíkur í um aldarfjórðung.

Við sama tilefni voru styrktar- og stuðningsaðilum Ljósanætur veitt viðurkenningarskjöl í þakklætisskyni fyrir stuðninginn við Ljósanótt, sem nú var haldin í 15. sinn. Eins og fram kom í máli bæjarstjóra Kjartans Más Kjartanssonar og framkvæmdastjóra Ljósanætur, Valgerðar Guðmundsdóttur, er hátíðin löngu orðin hátíð bæjarbúa allra með sí virkari þátttöku þeirra, ekki síst þegar kemur að framkvæmd og stuðningi við hátíðina sem væri ekki svipur hjá sjón nyti hennar ekki við. Listinn er birtur hér að neðan svo glöggt megi sjá hve margir koma í raun að slíkri hátíð, sem Ljósanótt er, að frátöldum bæjaryfirvöldum sjálfum. Slíkt verður seint fullþakkað.

Helstu styrktaraðilar

Aðal styrktaraðili Ljósanætur í ár líkt og í fyrra er Landsbankinn. Aðrir helstu styrktaraðilar eru HS orka og veitur, Nettó, Íslandsbanki og Skólamatur. Að auki var fjölskyldu Jóns Tómassonar þakkað sérstaklega fyrir sérlega óeigingjarnt og metnaðarfullt framlag við gerð ljósmyndasýningar um Jón, sem var afkastamikill áhugaljósmyndari á Suðurnesjum um miðja síðustu öld, en sýningin var unnin í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar og var opnuð á Ljósanótt og naut mikilla vinsælda.
Framkvæmdanefnd Ljósanætur sendir þakklæti til allra þessara 88 aðila fyrir veitt framlag og stuðning og vonar að það megi verða öðrum hvatning til virkrar þátttöku í menningarhátíðinni Ljósanótt sem náð hefur að festa sig í sessi sem ein af öflugri menningarhátíðum landsins.

Listi yfir styrktar- og stuðningsaðila Ljósanætur 2014

Aalborg Portland
Bestu vinir í bænum
Björgunarsveitin Suðurnes
Bláa lónið
Brunavarnir Suðurnesja
Bryn Ballett Akademían
Danskompaní
Deloitte
Eldvarnir
Ernir Bifhjólaklúbbur Suðurnesja
Félag  eldri borgara á Suðurnesjum
Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ
FFGÍR
Fjölskylda Jóns Tómassonar
Fornbílaklúbburinn
Geimsteinn
Geisli
Hjallastefnan
Hótel Keflavík
HS. Orka
HS. Veitur
Húsagerðin
Icelandair Hotels
IGS
Isavia
ÍAV
Íslandsbanki              
Íslenska gámafélagið
Kadeco
Kaffi Duus
Karlakór Keflavíkur
Keilir
KFC
Klettasteinn
KPMG
Kvennakór Suðurnesja
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur
Landsbankinn
Leiðsögumenn Reykjaness
Leikfélag Keflavíkur
Leiktæki og garðyrkja
Lífsstíll
Ljósop
Lögfræðistofa Suðurnesja
Lögreglan á Suðurnesjum
Lögun
Massi
Með blik í auga Arnór Vilbergsson
Með blik í auga Guðbrandur Einarsson
Með blik í auga Kristján Jóhannsson
Motus
Nesraf
Norðuróp
Omr verkfræðistofa
Pílufélag Reykjanesbæjar
Plastgerð Suðurnesja
Rafiðn
Rafverkstæði IB
Ráin
Rekan
Saltver
Sambíóin
Samkaup / Nettó
SBK
Securitas Reykjanesi
Síldarvinnslan
Skátafélagið Heiðabúar
Skólamatur
Slysavarnardeildin Dagbjörg
Sundráð ÍRB
Sönghópur Suðurnesja
Söngstjóri við setningu Árni Freyr Ásgeirsson              
Söngstjóri við setningu  Skúli Freyr Brynjólfsson                     
Söngsveitin Víkingarnir
Taekwondodeild Keflavíkur
Toyota
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Tækniþjónusta SÁ
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur
United Silicon
Verne Real Estate
Verslunarmannafélag Suðurnesja
Viðar Oddgeirsson
Víkurfréttir
Ölgerðin