361. fundur

21.03.2024 10:00

361. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. mars 2024 kl. 10:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.

1. Heiðartröð 554-555 (2024030377)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I til að skipta húsinu upp í 7 iðnaðargeymslubil, inntaksrými og flóttagang. Húsið er þegar byggt en útliti er breytt vegna nýrra iðnaðarhurða og gönguhurða sem nýtast sem flóttaleiðir.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Steinás 29 (2024030371)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Stefnt er að því að byggja viðbyggingu ofan á bílskúrsþak.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Sunnubraut 32 (2024030349)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Umsókn felst í breytingu á innra skipulagi í U -og Y álmu. Farið verður í endurbætur á innra skipulagi og helstu byggingahlutum hússins en á sama tíma verður haldið í burðarvirki hússins. Útveggir verða einangraðir og klæddir að utan. Núverandi klæðning verður endurnýtt og hengd aftur á. Haldið verður í núverandi þak en skipt verður um alla útiglugga- og hurðir.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Dalsbraut 2 (2024030081)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða gler-svalalokun á svalir á tveimur íbúðum að Dalsbraut 2. Gert er ráð fyrir að hægt sé að opna og fella glerið saman til hliðar. Notað verður glerbrautakerfi með hjólalegum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

5. Suðurgata 4A (2024030001)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða svalalokanir á íbúðum við Suðurgötu 4A, 6 og 8.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Huldudalur 29-33 (2024020303)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir raðhúsi. Umsókn felst í breytingum á áður samþykktum teikningum á þessari lóð.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Brekadalur 69 (2024010473)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða nýbyggingu á einnar hæðar einbýlishúsi. Staðsteypt hús, klætt og einangrað að utan með álklæðningu.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Bjarkardalur 4B (2024010101)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða gróðurskála úr álprófílum og gleri. Rennihurðir eru á báðum göflum gróðurskálans. Þak er einhalla frá gafli húss og er sömuleiðis úr álprófílum og gleri.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40.