284. fundur

21.03.2024 16:00

284. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 21. mars 2024, kl. 16:00

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2023 (2024010264)

Farið var yfir stöðuna á endurskoðun ársreiknings Reykjaneshafnar vegna ársins 2023.

2. Ársskýrsla atvinnu- og hafnarsviðs 2023 (2024030388)

Ársskýrsla atvinnu- og hafnarsviðs vegna ársins 2023 lögð fram.

Fylgigögn:

Ársskýrsla atvinnu- og hafnarsviðs 2023

3. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands 16. febrúar 2024 (2024020132)

Fundargerð 461. fundar Hafnasambands Íslands frá 16. febrúar 2024 lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 461. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

4. Njarðvíkurhöfn – dýpkun hafnar (2023080391)

Á 283. fundi atvinnu- og hafnarráðs þann 13. febrúar sl. var samþykkt að bjóða út dýpkun Njarðvíkurhafnar og var tilboðsfrestur til 19. mars sl. Eitt tilboð barst í verkið sem er tæpum 7% yfir kostnaðaráætlun og hefur Vegagerðin sem er ráðgjafi Reykjaneshafnar við þessa framkvæmd lagt til að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa á grundvelli tilboðs hans.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu Vegagerðarinnar og felur sviðsstjóra að fylgja eftir framkvæmd málsins.

Fylgigögn:

Njarðvíkurhöfn - dýpkunarsvæði

5. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)

Drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar 2024-2034 lögð fram.

Atvinnu- og hafnarráð óskar eftir umsögnum frá öðrum ráðum sveitarfélagsins um fyrirliggjandi drög. Óskað verður eftir því að viðkomandi umsagnir berist sem fyrst og eigi síðar en 1. maí nk.

6. Bílastæðasjóður Reykjanesbæjar (2022100414)

Tölvupóstur frá Reykjanesbæ dags. 29. febrúar 2024 þar sem umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögn um drög að samþykkt um Bílastæðasjóð Reykjanesbæjar.

Atvinnu- og hafnarráð telur fyrirliggjandi drög ná vel yfir það hlutverk sem samþykktinni er ætlað að ná fram og gerir ekki athugasemd við þau.

7. Blái herinn – viðurkenning (2024030426)

Bréf frá Tómasi J. Knútssyni, dags. 1. febrúar 2024, þar sem fram kemur að Blái herinn þakkar Reykjaneshöfn fyrir stuðninginn við starf hans í gegnum árin og veitir Reykjaneshöfn sérstakt viðurkenningarskjal af því tilefni.

Atvinnu- og hafnarráð þakkar fyrir góð orð og veitta viðurkenningu. Blái herinn vinnur mjög mikilvægt og þakkarvert starf í verndun umhverfisins og mun Reykjaneshöfn standa við bakið á því starfi áfram eins og hingað til.

Fylgigögn:

Blái herinn - erindi og viðurkenning

8. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Skiptum lauk í þrotabúi Norðuráls Helguvík ehf. þann 21. febrúar sl. Skiptum lauk með úthlutunargerð úr þrotabúinu samkvæmt 160. gr. laga nr. 21/1991 og greiddust við skiptalok 2,0422 hundraðshlutar upp í almennar kröfur. Reykjaneshöfn var annar af tveimur samþykktum kröfuhöfum og var hlutur hafnarinnar 22,68% af greiddum kröfum.

Fylgigögn:

Norðurál Helguvík ehf. - skiptalok

9. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2024010270)

Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri fór yfir mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs.

10. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2024010271)

Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:06. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. apríl 2024.