1030. fundur

18.06.2015 15:10

1030. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 18. júní 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Anna Lóa Ólafsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Staðan í viðræðum við kröfuhafa (2014080481)
Ágúst H. Ólafsson og Runólfur Þór Sanders mættu á fundinn og gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

2. Rekstraruppgjör janúar til apríl 2015 (2015030259)
Lagt fram.

3. Samkomulag um rekstur og starfsemi í þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar á Nesvöllum  (2014070231)
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra frágang málsins.

4. Samningur um afnot Reykjanesbæjar á svæði við Möngulselsgjá, Hafnaberg og Valahnjúk og nágrenni (2015060303)
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra frágang málsins.

5. 3. mál bæjarráðs 5/3´15 - ástandsskýrsla um Vatnsnesveg 8 (2015020389)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

6. Erindi íþróttafulltrúa varðandi svæði vestan Reykjaneshallar (2015060204)
Bæjarráð samþykkir tillögu íþróttafulltrúa um færslu á kr. 2.500.000,- á milli bókhaldslykla. Þessi millifærsla hefur engin útgjöld í för með sér.

7. Erindi Ingva Þórs Sigríðarsonar varðandi Hafnargötu 38 (2015060271)
Erindið móttekið.  Bæjarstjóra falið að svara erindinu.  Bæjarráð  bendir á að nauðsynlegt sé að framkvæma  hljóðmælingu.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn Fagrablaks frá Keflavík ehf. um leyfi til að reka veitingastað  í flokki III að Hafnargötu 38 (2015060281)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsókn Birnu Rúnarsdóttur um leyfi til að reka heimagistingu  í flokki II að Vesturgötu 11, neðri hæð (2015050379)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Fundargerð undirbúningsfundar um vinabæjamót í Trollhattan 2016 ásamt minnisblaði bæjarstjóra  (2015030384)
Lagt fram.

11. Fundargerðir stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 15/1, 12/3, 9/4 og 4/6´15 (2015060299)
Fundargerðir lagðar fram.  Bæjarráð samþykkir hækkun á tímagjaldi útseldrar vinnu skv. 3. máli  frá 250. fundi.

12. Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar 23. júní 2015 (2015060301)
Lagt fram.

13. Fundargerð stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 12/6´15 (2015020380)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.