1037. fundur

27.08.2015 00:00

1037. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 27. ágúst 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari

1. Íbúakosning vegna breytingar á deiliskipulagi (2015080342)
Lagt er fram bréf Þjóðskrár Íslands sem staðfestir að 2697 undirskriftir eða 25,3 % kjósenda óska eftir íbúakosningu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa íbúakosninguna. Þá samþykkir bæjarráð einnig að  óska eftir því við ráðherra að íbúakosningin fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna kosninganna verði á rafrænu formi. Þá er lagt til að kosningin fari fram á tímabilinu frá 8. til 20. nóvember nk. og standi í 10 daga og að miðað verði við 18 ára aldur kjósenda. Þá er samþykkt að niðurstaða kosninganna verði ekki bindandi.

2. Reglur um laun bæjarfulltrúa, nefndarmanna og fundarritun starfsmanna hjá Reykjanesbæ (2014110066)
Kristinn Jakobsson leggur til að 1037. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn fimmtudaginn 27. ágúst 2015, samþykki að áheyrnarfulltrúar í bæjarráði njóti sömu kjara og aðrir bæjarráðsmenn. Undirbúningur og þátttaka þeirra í fundum bæjarráðs er síst minni en annarra bæjarráðsmanna.  
Tillagan er felld með  fjórum atkvæðum en einn situr hjá.

Bæjarráð samþykkir reglur um laun bæjarfulltrúa, nefndarmanna og fundarritun starfsmanna hjá Reykjanesbæ. Með ákvörðuninni er ekki verið að breyta launum bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna og ákvörðun sem tekin var um skerðingu launa á síðasta ári er fest í reglunum.
Kristinn Jakobsson óskar eftir að bóka eftirfarandi í kjölfar samþykktar bæjarráðs á reglum um laun bæjarfulltrúa, nefndarmanna og fundarritun starfsmanna hjá Reykjanesbæ.
Þessi ákvörðun bæjarráðs, að halda sig við þrönga túlkun á samþykktum Reykjanesbæjar um að ekki sé heimild til greiðslu launa fyrir áheyrnarfulltrúa í bæjarráði er óskiljanleg og því til háborinnar skammar. Túlkun bæjaráðs er ekki í neinu samræmi við það sem tíðkast í öðrum sveitarfélögum sem lúta sömu ákvæðum í sínum samþykktum. Því verður að telja þessa ákvörðun bæjarráðs einstaklega illkvittna . Hún er ekki neinu samræmi samræmi við góða stjórnsýslu og lýsir vanvirðingu við undirbúning áheyrnarfulltrúa og þátttöku þeirra í fundum bæjarráðs.

3. Tillaga að gjaldskrá 2016 (2015080384)
Lagt fram.

4. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar B.G. veitinga um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 62 (2015080316)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Trönó ehf. um breytingu á leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Hafnargötu 21 (2015080335)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2015.

Kristinn Þór Jakobsson mótmælir samþykkt á lið 2 í fundargerð frá fundi 1037 en samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fundargerðin var samþykkt 11-0. Til máls tóku Árni Sigfússon, Kristinn Þór Jakobsson, Friðjón Einarsson, Magnea Guðmundsdóttir, Baldur Guðmundsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Böðvar Jónsson við afgreiðslu fundargerðar.