1052. fundur

10.12.2015 11:00

1052. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 10. desember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Elín Rós Bjarnadóttir varamaður, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir, ritari.

1. Drög að samkomulagi á milli innanríkisráðherra og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (2014080481)

Lagt fram til kynningar og vísað til fundar bæjarstjórnar 15. desember 2015.

2. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar og sameiginlega rekinna stofnana 2016 - 2019 (2015080120)

Lögð fram til kynningar.  Þórey I Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og kynnti fjárhagsáætlun.   Fjárhagsáætlun 2016  vísað til fundar bæjarstjórnar 15. desember 2015 til seinni umræðu og endanlegrar afgreiðslu. 

3. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum v/umsóknar Þórarins Þórðarsonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Brimdal 1 (2015120063)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4. Breytingatillaga við gjaldskrá 2016 (2015080384)

Bæjarráð samþykkir breytingatillöguna við gjaldskrá Reykjanesbæjar 2016.

5. Hafnargata 2 - HF (2015120093)

Bæjarráð samþykkir að rífa hluta hússins að Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ og verður kostnaðurinn tekinn af bókhaldslykli 31.

6. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Lagt fram bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 4. desember sl. Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.


Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember nk.