1167. fundur

12.04.2018 00:00

1167. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. apríl 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. Ársreikningur 2017 (2018040133)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að ársreikningi til endurskoðunar og til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. apríl n.k.

2. Skuldaviðmið með og án HS Veitna (2018040135)
Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds og Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mættu á fundinn. Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.

3. Ársskýrslur sviða 2017
Ársskýrslur 2017 lagðar fram.

4. Persónuverndarmál (2018030253)
Lagt fram minnisblað frá Sambandi sveitarfélaga um kostnað sveitarfélaga af nýjum lögum um persónuvernd.

5. Verklagsreglur og stefna Reykjanesbæjar í skjalamálum (2018040132)
Bæjarráð vísar stefnu og verklagsreglum Reykjanesbæjar í skjalamálum til bæjarstjórnar.

6. Nýtt hjúkrunarheimili (2018040137)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa umsókn fyrir byggingu á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum.

7. Viljayfirlýsing um ljósleiðaravæðingu Reykjanesbæjar (2018040073)
Viljayfirlýsing lögð fram.

8. Eignir Íbúðalánasjóðs til útleigu fyrir sveitarfélögin (2018040038)
Bæjarráð hafnar erindinu.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2018040087)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Faxafangs ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 29 (2017090259)
Bæjarráð samþykkir erindið.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál inn í dagskrá:

11. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. 18. apríl 2018 (2018040147)
Lagt fram og mun formaður bæjarráðs fara með atkvæði Reykjanesbæjar á aðalfundinum.

12. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 18. apríl 2018 (2018040146)
Lagt fram og mun formaður bæjarráðs fara með atkvæði Reykjanesbæjar á aðalfundinum.

13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Knattspyrnudeildar Keflavíkur um tækifærisleyfi (2018040158)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.10:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. apríl 2017.