1186. fundur

13.09.2018 00:00

1186. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. september 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir:
Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Jasmina Crnac, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Vísitala félagslegrar framþróunar (2018090035)
Rósbjörg Jónsdóttir frá Cognitio mætti á fundinn og kynnti málið. Málinu frestað.

2. Gjaldskrá 2019 - fasteignagjöld (2018070011)
Guðmundur Kjartansson mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

3. Endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar - skipun stýrihóps (2018060190)
Bæjarráð skipar Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra, Guðlaug H. Sigurjónsson sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúa, Eystein Eyjólfsson (S) formann umhverfis- og skipulagsráðs, Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur (Y) og Ríkharð Ibsensson (D) fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði í stýrihóp um endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar.

4. Tilnefning í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja (2018080157)
Bæjarráð tilnefnir Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðnýju Kristjánsdóttur, Baldur Guðmundsson og Jasmina Crnac í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja.

5. Fundargerð aðalfundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 27. ágúst 2018 (2018080138)
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 31. ágúst 2018 (2018030416)
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 3. september 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 6. september 2018 (2018010222)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 6. september 2018 (2018010242)
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarráð samþykkir ákvörðun stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. að taka lægsta tilboði í byggingu á nýrri slökkvistöð frá Ístaki ehf.

10. Stefnumótun Reykjanesbæjar til 2030 (2018090138)
Ásgeir Runólfsson og Héðinn Unnsteinsson frá Capacent mættu á fundinn. Málinu frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. september 2018.