1219.fundur

16.05.2019 08:00

1219. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. maí 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Endurskoðun stjórnskipulags (2019050809)

Róbert Ragnarsson frá RR ráðgjöf mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Málinu frestað til 23. maí.

2. Stapaskóli - 2. áfangi (2019051608)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs kom inn undir þessum lið og fór yfir stöðu á framkvæmdum við Stapaskóla.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í að fullhanna 2. áfanga skólans.

3. Garðyrkjudeildin 2019 (2019051609)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs fylgdi eftir beiðni um fleiri stöðugildi fyrir garðyrkjudeildina fyrir sumarið 2019.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu til Garðyrkjudeildar allt að fjárhæð kr. 15.000.000 sem verður tekin út af bókhaldsreikningi 21-011.

Fylgigögn 

Garðyrkjudeildin 2019 

4. Samkomulag við Ásbrú Fasteignir vegna Virkjunar (2019050289)

Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð samþykkir drög að leigusamningi vegna Flugvallarbrautar 740, Virkjun, á Ásbrú og samþykkir fjárveitingu vegna leigugreiðslunnar að fjárhæð kr. 2.992.000 og eru fjármunirnir teknir út af bókhaldslykli 21-011.

5. Reykjanesbær 25 ára 11. júní 2019 - hátíðarfundur bæjarstjórnar (2019050828)

Drög að dagskrá lögð fram til kynningar.

6. Innkaupareglur Reykjanesbæjar (2019051612)

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að núverandi innkaupareglur Reykjanesbæjar verði felldar úr gildi frá og með 31. maí n.k. þar sem þær eru ekki í samræmi við lög nr. 120/2016 um opinber innkaup. Munu núgildandi lög um opinber innkaup nr. 120/2016 gilda í þeirra stað. Bæjarráð samþykkir endurskoðun á innkaupareglum Reykjanesbæjar.

7. Hringbraut 108 (2019051611)

Bæjarráð samþykkir framsal ÍBK til Keflavíkur íþrótta og ungmennafélags, á fasteigninni Hringbraut 108 með þeim kvöðum sem fylgdi gjafabréfi Keflavíkurkaupstaðar til ÍBK frá árinu 1988.

Fylgigögn 

Hringbraut 108 - gjafabréf ÍBK dags. 1. janúar 1988
Hringbraut 108 - gjafabréf Keflavík dags. 30. júní 1994

8. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 6. maí 2019 (2019050525)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn 

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 6. maí 2019

9. Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024 - umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga (2019050801)

Lagt fram.

Fylgigögn 

Umsögn um þingsályktunartillögu 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. maí 2019.