1296. fundur

26.11.2020 08:00

1296. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 26. nóvember 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði (2020021011)

Ragnar Guðgeirsson og Reynir Ingi Árnason frá Expectus og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mættu á fundinn. Kynnt var greining á starfsemi velferðarsviðs Reykjanesbæjar og lögð fram drög að tillögum til úrbóta.

2. Stytting vinnuvikunnar ( 2019100323)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og kynnti tillögur frá miðlægum starfshópi velferðarsviðs um styttingu vinnuvikunnar. Sviðsstjóra falið að vinna áfram með tillögurnar.

3. Beiðni um færslu fjárheimilda (2020110441)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og lagði fram beiðni um heimild til færslu fjárveitingar frá bókunarlykli 02-0562 yfir á 02-0561. Einnig var óskað eftir heimild til að greiða áætlaðan kostnað vegna uppsetningar á loftlyftukerfi í þjónustukjarnanum Suðurgötu 19.

Bæjarráð frestar málinu og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga.

4. Fjárhagsáætlun 2021-2024 og forsendur (2020060158)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti ásamt bæjarstjóra Kjartani Má Kjartanssyni tillögur að fjárhagsáætlun 2021 til og með 2024.

Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 1. desember 2020.

5. Gjaldskrá 2021 (2020110443)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og lagði fram gjaldskrá Reykjanesbæjar fyrir árið 2021.

Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 1. desember 2020.

6. Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukaáætlun III (2019070112)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn. Lögð fram viðaukaáætlun III – fjárhagsáætlun 2020.

Bæjarráð samþykkir framlagða viðaukaáætlun 5-0.

7. Endurgreiðsluhlutfall Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar 2021 (2020110331)

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu Brúar lífeyrissjóðs að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2021 verði 70%.

Fylgigögn:

Endurgreiðsluhlutfall ER 2021 bæjarstjórn

8. Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti (2020010054)

Jóhann Friðrik Friðriksson lýsti sig vanhæfan í þessu máli.

Bæjarráð fagnar aðkomu ríkisins og tekur vel í erindið. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum um þátttöku í verkefninu.

Fylgigögn:

Erindi vegna Keilis

9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. nóvember 2020 (2020010217)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

763. stjórnarfundur S.S.S. 18.11.2020

10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. nóvember 2020 (2020021082)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 891

11. Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 23. nóvember 2020 (2020021373)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 23. nóvember 2020

12. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

13. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)

a. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið. – umhverfis- og samgöngunefnd
b. Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan. – velferðarnefnd
c. Frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið. – atvinnuveganefnd
d. Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan. - velferðarnefnd
e. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið. – allsherjar- og menntamálanefnd
f. Tillaga til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan. – allsherjar- og menntamálanefnd
Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember 2020.