1320. fundur

20.05.2021 08:00

1320. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 20. maí 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Dagvistun barna undir 2 ½ árs aldri (2021050176)

Lögð fram svör frá Ingibjörgu Bryndísi Hilmarsdóttur leikskólafulltrúa, við spurningum sem Margrét Þórarinsdóttir (M) bar fram á bæjarráðsfundi 12. maí sl.

Bæjarráð óskar eftir að fræðsluráð taki málið til frekari skoðunar. Samhliða því verði tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem fram kom á bæjarstjórnarfundi 18. maí sl. um 5 ára börn í grunnskóla tekin til skoðunar.

Fylgigögn:

Svör við spurningum Margrétar Þórarinsdóttur

2. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 6. maí 2021 (2021030070)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

38. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 6. maí 2021

3. Fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 6. maí 2021 (2021050193)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 9. ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 2021

4. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

a. Tillaga til þingsályktunar um barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.
c. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál – atvinnuveganefnd
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. júní 2021.