1340. fundur

14.10.2021 08:00

1340. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 14. október 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Ríkharður Ibsen, Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Stafræn umbreyting sveitarfélaga (2019110248)

Lögð fram kynning á samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu og yfirlit yfir áætluð sameiginleg verkefni.

Fylgigögn:

Kynning á samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu árið 2022
Þátttaka og framlög til stafræns samstarfs - bréf til sveitarfélaga

2. Umsókn um rekstrarstyrk – ADHD samtökin (2021100070)

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

Fylgigögn:

Reykjanesbær - styrkumsókn 2021

3. Umsókn um rekstrarstyrk – Samtök um kvennaathvarf (2021100194)

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

Fylgigögn:

Umsókn um rekstrarstyrk 2022

4. Umsókn um styrk - Fjölskylduhjálp Íslands (2021100201)

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

Fylgigögn:

Umsókn um styrk

5. Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 14. október 2021 (2021100175)

Lagt fram fundarboð.

Fylgigögn:

Dagskrá landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga 2021

6. Aðalfundur Öldungaráðs Suðurnesja 15. október 2021 (2021090280)

Lagt fram aðalfundarboð.

7. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Rna38 ehf. Fitjum 2 (2021100141)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

8. Umsögn vegna tækifærisleyfis – ARG viðburðir ehf. (2021100198)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Umsagnarmál í samráðsgátt (2021010326)

a. Drög að breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Með því að smella hér opnast drög að breytingu á reglugerð

Umsagnarmál lagt fram

Fylgigögn:

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088_2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga


Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

10. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)

Greinst hefur mygla í Myllubakkaskóla. Formaður bæjarráðs leggur til að stofnaðir verði tveir starfshópar sem taki strax til starfa til að kanna umfang vandans og leita leiða til úrbóta eins fljótt og auðið er.

Tillaga að hópum:

Aðgerðir sem snúa að núverandi húsnæði
• Helgi Arnarson
• Hlynur Jónsson (staðgengill Bryndísar Bjargar Guðmundsdóttur)
• Kjartan Már Kjartansson
• Friðjón Einarsson
• Tryggvi Bragason
• Guðlaugur Helgi Sigurjónsson
• Ráðgjafi/myglusérfræðingur

Starfshópur sem skoði húsnæði til bráðabirgða ef þess reynist þörf
• Haraldur Axel Einarsson
• Hlynur Jónsson
• Heba Friðriksdóttir
• Tryggvi Bragason

Bæjarráð samþykkir tillögu formanns.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. október 2021.