1356. fundur

03.02.2022 08:00

1356. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 3. febrúar 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Lóðarleiga í Reykjanesbæ (2022010522)

Árni Ingi Stefánsson og Kolbrún Garðarsdóttir frá félagi landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.

2. Myllubakkaskóli (2021050174)

Lagt fram yfirlit yfir verkefnastöðu framkvæmda við Myllubakkaskóla.

3. Áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs í kjörnum nefndum og ráðum (2022010077)

Lagt fram minnisblað um setu fulltrúa ungmennaráðs í nefndum og ráðum Reykjanesbæjar.

Málinu frestað.

4. Samstarfsverkefni um andlega heilsu barna- og ungmenna í Reykjanesbæ (2022020069)

Díana Hilmarsdóttir lýsir sig vanhæfa og víkur af fundi undir þessum lið.

Lagt fram erindi ásamt umsögnum um samstarfsverkefni um andlega heilsu barna og ungmenna í Reykjanesbæ. Óskað er eftir fjármagni til að koma upp aðstöðu í 88 húsinu fyrir ráðgjafaþjónustu fyrir ungmenni.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

5. Stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja - áskorun öldungaráðs Suðurnesja til heilbrigðisráðherra (2022010634)

Lagt fram bréf frá Öldungaráði Suðurnesja þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að sett verði á laggirnar sérstök stjórn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Bæjarráð tekur undir áskorun Öldungaráðs Suðurnesja að skipuð verði stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með aðkomu heimamanna.

Fylgigögn:

Heilbrigðisráðherra áskorun - Öldungaráð Suðurnesja

6. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 18. janúar 2022 (2022010523)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 532. stjórnarfundur Kölku

7. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 14. janúar 2022 (2022010626)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð - stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 48

8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál -
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. febrúar 2022.