1380. fundur

11.08.2022 08:00

1380. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn í Merkinesi Hljómahöll 11. ágúst 2022 kl. 08:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður B. Pálsdóttir.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lögð fram fundargerð verkefnastjórnar.

Bæjarstjóra falið að hefja samtal við ríkið vegna mögulegrar byggingar nýs fjölbrautaskóla. Sviðsstjóra umhverfissviðs falið að vinna áfram í kostnaðaráætlun vegna endurbóta Myllubakkaskóla og að leggja þær upplýsingar fyrir fund bæjarráðs 25. ágúst 2022.

2. Almenningssamgöngur – pöntunarþjónusta (2022050529)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn.

Bæjarráð samþykkir að fara í þetta tilraunaverkefni 5-0. Bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs falið að vinna áfram í málinu.

3. Fjárhagsáætlun 2023-2026 - tekjuáætlun (2022080148)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn. Tekjuáætlun lögð fram til kynningar.

Margrét A. Sanders lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að vegna hækkunar á fasteignamati í Reykjanesbæ um 26% á íbúahúsnæði og 13% á atvinnuhúsnæði, að komið verði á móts við bæjarbúa og fyrirtæki, þannig að fasteignaskattar verði lækkaðir svo að eðlileg breyting á sköttum verði á milli ára.‘‘

Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir.

Margrét Þórarinsdóttir tekur undir bókun Sjálfstæðisflokksins.

Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Fyrirséð er að fasteignaskattar fyrir árið 2023 munu hækka vegna hækkun fasteignamats.

Fyrir stofn A sem er íbúðahúsnæði bæjarins er fyrirhuguð hækkun 26,52%.

Fyrir stofn C sem er fyrirtækjahúsnæði er fyrirhuguð hækkun 13,42%.

Þessi hækkun er mikil og er ljóst að heimili og fyrirtæki í Reykjanesbæ munu finna fyrir hækkuninni. Meirihluti bæjarráðs mun því, í takt við fyrri ár, taka umræddar hækkanir sérstaklega fyrir í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023. Horft verður til ýmsa sviðsmynda til mögulegrar lækkunar í þeirri vinnu með hag íbúa að leiðarljósi.‘‘

Meirihluti bæjarráðs.

4. Ráðningarbréf endurskoðenda (2022080172)

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita ráðningarbréf kjörinnar endurskoðenda ársreikninga Reykjanesbæjar.

5. Erindi frá Njarðvíkursókn (2022050359)

Lagt fram erindi frá Njarðvíkursókn þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að skráningarmálum á lóð þeirra.

Bæjarráð samþykkir framsetnar tillögur 5-0 og felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að undirrita og ganga frá viðeigandi yfirlýsingu til þinglýsingar.

6. Máltíðir í grunn- og leikskólum Reykjanesbæjar – útboð á skólamáltíðum (2022070281)

Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka tilboði Skólamatar ehf. og bæjarstjóra er falið að vinna frekar í útfærslu á gjaldskrásbreytingum.

7. Tilraunaverkefni með Reykjanesbæ (2022040242)

Lagt fram til kynningar.

8. Heilsuefling 65 ára og eldri í Reykjanesbæ (2022021106)

Lagt fram til kynningar.

9. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi (2022080008)

Stöðuskýrslur Samhæfingarstöðvar Almannavarna lagðar fram.

10. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 7. júlí 2022 (2022020957)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 7. júlí 2022

11. Umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi – Böðvar Jónsson (2022080043)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40.