1461. fundur

04.04.2024 08:15

1461. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 4. apríl 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Rammasamningur um raforku - niðurstaða örútboðs (2024010025)

Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn. Fimm tilboð bárust frá söluaðilum raforku þar sem lægsta tilboðið kom frá N1 Hlaðan.

2. Leigufélagið BRÚ hses. – umsókn um stofnframlag (2024040015)

Erindi barst frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna umsóknar frá leigufélaginu Brú hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli heimildar til bráðabirgða vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, sbr. frumvarp sem varð að lögum nr. 114/2023.
Sótt er um stofnframlag vegna kaupa á tveimur íbúðum í Reykjanesbæ. Stofnvirði íbúða skv. umsókn er kr. 131.052.000. Samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna er HMS veitt tímabundin heimild að veita hærra stofnframlag en almennt er gert ráð fyrir. Getur stofnframlag vegna íbúðakaupanna verið greitt í heild af ríkinu eða 30%.

Í ljósi þess að sveitarfélagið hefur nú þegar skuldbundið sig til að greiða stofnframlög fyrir íbúðir fyrir tekjulága þá mun sveitarfélagið ekki veita stofnframlag til þessa verkefnis.

3. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)

Atvinnu- og hafnarráð óskar eftir umsögnum um meðfylgjandi drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar 2024-2034 eigi síðar en 1. maí nk.

Bæjarfulltrúar komi umsögnum á framfæri til formanns bæjarráðs ekki seinna en 18. apríl nk.

4. Almenningssamgöngur á hátíðum (2024030549)

Á bæjarráðsfundi 27. mars sl. var óskað eftir kostnaðarmati á helgaráætlun strætó sunnudagana 5. og 12. maí nk. þegar BAUN barnahátíðin stendur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Bus4u er aukadagur kr. 220.000, kostnaður tekinn af bókhaldslykli 10-700.

Bæjarráð samþykkir að greiddur verði kostnaður vegna aukaaksturs tvo sunnudaga meðan BAUN hátíðin stendur yfir.

5. Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja - umsókn um tækifærisleyfi (2024040026)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Ársreikningur Brunavarna Suðurnesja bs. 2023 – drög (2024040012)

Lögð fram drög að ársreikningi Brunavarna Suðurnesja bs.

7. Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2023 (2024040013)

Lagður fram ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga.

8. Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 21. mars 2024 (2024030007)

Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

44. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 21032024

9. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2024010059)

Málefni aldraðra (réttur til sambúðar):
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.

Umsagnarmál lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. apríl 2024.