1463. fundur

18.04.2024 08:15

1463. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 18. apríl 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Byggingarréttur - innviðagjöld (2024010545)

Haraldur Sverrisson ráðgjafi mætti á fundinn. Kynntar tillögur að innviðagjöldum.

2. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2023 (2024040127)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Umræður um drög að ársreikningi Reykjanesbæjar 2023.

3. Fjármögnun bæjarsjóðs (2024040272)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Bókun bæjarráðs:

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að óska eftir skammtímafjármögnun allt að kr. 1.500.000.000,- með lokagjalddaga þann 31. desember 2024.

Er fjármögnunin ætluð til að brúa bil þar til tekjur vegna lóðaúthlutana berast sveitarfélaginu og svo lántöku til lengri tíma á síðasta ársfjórðungshluta ársins. Sveitarfélagið hefur áætlað að fjárfesta bæði með nýframkvæmdum og breytingum/viðgerðum á mannvirkjum sem eru undir starfsemi grunn- og leikskóla og íþróttamannvirkja. Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 sem samþykkt var 12. desember 2023 af bæjarstjórn er gert ráð fyrir að bæjarsjóður fjárfesti/framkvæmi fyrir 4.8 milljarða og eins var gert ráð fyrir lántöku í áætluninni.

Jafnframt er Regínu Fannýju Guðmundsdóttur, kt. 131169-3379, fjármálastjóra og prókúruhafa, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánaskjöl f.h. sveitarfélagsins sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

4. Verkmenntaaðstaða í Fjölbrautaskóla Suðurnesja - samningur um fjármögnun (2024010257)

Lagður fram samningur um viðbyggingu fyrir verknámsstöðu við Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir 5-0 framlagðan samning.

5. Húsnæði Keilis – Grænásbraut 910 (2023030333)

Umræður um húsnæði Keilis. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

6. Fundargerð verkefnastjórnar flutnings Bókasafns Reykjanesbæjar 4. apríl 2024 (2024040074)

Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnastjórnar vegna flutnings Bókasafns Reykjanesbæjar.

7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 9. apríl 2024 (2024010179)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

Fylgigögn:

Stjórn Kölku - fundargerð nr. 557

8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. apríl 2024 (2024010205)

Lögð fram til kynningar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

800. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 100424

9. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 11. apríl 2024 (2024030007)

Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

45. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 11042024

10. Umsagnarmál í samráðsgátt (2024010258)

Breyting á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun - umsögn Samtaka orkusveitarfélaga
Með því að smella hér opnast umsögn stjórnar Samtaka orksveitarfélaga

Umsagnarmál lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2024.