993. fundur

11.09.2014 13:32

993. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 11. september 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Hjörtur Zakaríasson fundarritari og Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri.

1. 6 mánaða milliuppgjör A og B hluta Reykjanesbæjar (2014050353)
Mætt var á fundinn Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi er fór yfir milliuppgjörið.  Lagt fram.

2. Drög að svari til EFS (2013100545)
Lagt fram á fundinum.  Fjármálastjóri mætir á fundinn og gerir grein fyrir málinu

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita og senda svarið til EFS.

3. Aðalfundur SSS 12. og 13. september n.k. (2014090165)
Lagt fram.

4. Tillögur Mannvirkjastofnunar að reglugerð um starfsemi slökkviliða (2014090103)
Ósk um umsögn
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til umsagnar  USK og BS.

5. Skýrsla stjórnar Reykjanes jarðvangs og tillaga að gjöldum næsta árs (2014080278)
Vísað til fjárhagsáætlunar 2015.

6. Erindi skólastjóra TR vegna haustþings Samtaka tónlistarskólastjóra (2014010041)
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2015.

7. Málefni Nesvalla (2014090169)
Á fundi bæjarráðs 31. júlí 2014 voru lögð fram drög að eftirfarandi samningum:  Leigusamningur við Klasa. Kaupsamningur um kaup á tækjum af Átaki og framleigu samningur um húsnæði til  Ásjár. Bæjarráð samþykkir ekki fyrirliggjandi drög að samningum og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Hrafnistu varðandi sjúkraþjálfun og leggja fyrir bæjarráð.

8. Erindi framkvæmdastjóra FFR v/húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar (2014010041)
Bæjarráð frestar erindinu og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.

9. Erindi framkvæmdastjóra USK v/frestun framkvæmda fyrir árið 2014 (2014090171)
Bæjarráð samþykkir tillögur framkvæmdastjóra USK um frestun framkvæmda fyrir árið 2014 að upphæð kr. 60 millj. króna.

10. Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjanesbæ kjörtímabilið 2014-2018 (2014090176)
Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar og undirskriftar.

11. Tímaáætlun vinnu KPMG við fjárhagslega úttekt (2014030489)
Lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2014.