638. fundur

04.10.2022 17:00

638. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 4. október 2022, kl. 17:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sigurrós Antonsdóttir sat fyrir hann.

1. Fundargerð bæjarráðs 22. september 2022 (2022010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1386. fundar bæjarráðs 22. september 2022

2. Fundargerð lýðheilsuráðs 20. september 2022 (2022010010)

Áður en forseti gaf orðið laust þá lagði forseti til að vísa fyrsta máli frá fundargerð lýðheilsuráðs frá 20. september 2022 til umræðu í bæjarráði. Samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 31. fundar lýðheilsuráðs 20. september 2022

3. Fundargerð velferðarráðs 21. september 2022 (2022010014)

Áður en forseti gaf orðið laust þá lagði forseti til að vísa fyrsta máli frá fundargerð velferðarráðs frá 21. september 2022 til umræðu í bæjarráði. Samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Bjarni Páll Tryggvason, Sigurrós Antonsdóttir, Díana Hilmarsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 413. fundar velferðarráðs 21. september 2022

4. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 23. september 2022 (2022010011)

Áður en forseti gaf orðið laust þá lagði forseti til að vísa fjórða máli frá fundargerð menningar- og atvinnuráðs frá 23. september 2022 til umræðu í bæjarráði. Samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Guðbergur Reynisson og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 36. fundar menningar- og atvinnuráðs 23. september 2022

5. Fundargerð barnaverndarnefndar 26. september 2022 (2022010006)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.

Fylgigögn:

Fundargerð 297. fundar barnaverndarnefndar 26. september 2022

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 27. september 2022 (2022010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 163.fundur íþrótta- og tómstundaráðs 27.09.2022

7. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 29. september 2022 (2022010012)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 266. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 29.09.2022

8. Langtímabílastæði í Reykjanesbæ (2022090531)

Lögð fram tillaga um að fela skipulagsfulltrúa, í samráði við umhverfis- og skipulagsráð að kanna hvort og þá hvar megi útbúa eitt eða fleiri svæði fyrir langtímabílastæði í Reykjanesbæ eða næsta nágrenni hans.

Forseti gaf orðið laust um framlagða tillögu. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Guðbergur Reynisson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Tillagan samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Bílastæði - tillaga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.