647. fundur

07.02.2023 17:00

647. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 7. febrúar 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson , Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Sanders, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 26. janúar og 2. febrúar 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Valgerður Björk Pálsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1402. fundar bæjarráðs 19. janúar 2023
Fundargerð 1403. fundar bæjarráðs 26. janúar 2023
Fundargerð 1404. fundar bæjarráðs 2. febrúar 2023

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. janúar og 3. febrúar 2023 (2023010014)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 20. janúar til sérstakrar samþykktar.

Fjórða mál fundargerðarinnar Heilsugæsla í Tjarnahverfi - breyting á deiliskipulagi (2021050336). Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir. Fjórða mál samþykkt 11-0.
Sjöttu mál fundargerðarinnar Brekadalur 48 - breyting á bílgeymslu (2022080526) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Klettatröð 19 - viðbygging (2022120087) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 3. febrúar til sérstakrar samþykktar.

Þriðja mál fundargerðarinnar Borgarvegur 12 (2023010327) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórða mál fundargerðarinnar Hótel Keflavík - stækkun veitingaskála (2023010142) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmta mál fundargerðarinnar Dísardalur 1-7 (2023010003) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Nesvellir - tillaga að breytingu á deiliskipulagi (2020040156) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Hafnargata 23 - ósk um endurupptöku máls (2022110326) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Guðbergur Reynisson.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 307. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 20. janúar 2023
Fundargerð 308. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 3. febrúar 2023

3. Fundargerð lýðheilsuráðs 17. janúar 2023 (2023010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Valgerður Björk Pálsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 34. fundar lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar

4. Fundargerð velferðarráðs 18. janúar 2023 (2023010015)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 417. fundar velferðarráðs 18. janúar 2023

5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 19. janúar 2023 (2023010013)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Alexander Ragnarsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 270. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 19.01.23

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 24. janúar 2023 (2023010010)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson, Valgerður Björk Pálsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbergur Reynisson, Alexander Ragnarsson og Guðný Birni Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 167.fundar ÍT 24.01.2023

7. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 27. janúar 2023 (2023010012)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Margrét A. Sander, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 40. fundar menningar- og atvinnuráðs 27. janúar 2023

8. Sorphirðumál - fyrirspurn til Kölku (2023010471)

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir forseti bæjarstjórnar fór yfir svör sem bárust frá Steinþóri Þórðarsyni framkvæmdastjóra Kölku vegna fyrirspurnar Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi 17. janúar sl. um verklag við sorphreinsun í Reykjanesbæ fyrir jól og fram til dagsins í dag.

Til máls tók Margrét A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar:

„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þakkar framkvæmdastjóra Kölku fyrir svörin og óskar eftir að fá að vera upplýst um framvindu mála er varðar sorphirðu í Reykjanesbæ og hvaða aðgerða verður gripið til.“
Alexander Ragnarsson (D), Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbergur Reynisson (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Margrét Sanders (D), Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U), Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).

Fylgigögn:

Svar til fulltrúa sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Rnb 190123

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:05