650. fundur

21.03.2023 17:00

650. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll 21. mars 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 9. og 16. mars 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks:

Fyrsta mál frá fundargerð bæjarráðs 16. mars 2023:

„Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsum áhyggjum okkar af fyrirhuguðu útboði við þriðja áfanga Stapaskóla. Ljóst er að núverandi bygging er verulega óhagkvæm og innan hennar allt of mikið rými sem ekki nýtist. Byggingin er þegar orðin mjög dýr og mikið lagt í hönnun og flottheit sem hafa ekkert með gæði skólastarfs að gera. Við svo dýra framkvæmd frestast óhjákvæmilega aðrar framkvæmdir sem ráðast hefði mátt í samhliða og þykir okkur miður að vilji meirihlutans sé að halda áfram á sömu braut.

Í kostnaðarmati Stapaskóla við útboð á þriðja áfanga er hönnunarkostnaði enn haldið fyrir utan kostnaðarreikninga. Þetta endurspeglar á engan hátt heildar kostnað verkefnisins og með engu móti hægt að bera saman kostnað pr. fermeter til að meta hagkvæmni byggingarinnar samanborið við aðrar byggingar. Við hvetjum því til þess að ekki sé skorast undan að gera ráð fyrir öllum kostnaðarliðum, annað gefur skakka mynd af umfangi verksins.

Þessi bygging hefur frá upphafi verið gífurlega dýr og illa ígrunduð. Sú ábyrgð er alfarið á herðum meirihlutans. Við sitjum því hjá í fyrsta lið fundargerðar bæjarráðs frá 16. mars en samþykkjum fundargerðina að öðru leyti.“

Helga Jóhanna Oddsdóttir, Guðbergur Reynisson og Alexander Ragnarsson

Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Margrét Þórarinsdóttir, Friðjón Einarsson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.

17:45 Forseti óskaði eftir fundahléi.
18:00 Fundur aftur settur.

Helga Jóhanna Oddsdóttir (D), Guðbergur Reynisson (D), Alexander Ragnarsson (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U) sitja hjá undir fyrsta máli fundargerðar bæjarráðs frá 16. mars 2023, fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1409. fundar bæjarráðs 9. mars 2023
Fundargerð 1410. fundar bæjarráðs 16. mars 2023

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. mars 2023 (2023010014)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 17. mars til sérstakrar samþykktar:

Fimmta mál fundargerðarinnar Lerkidalur 1 (2023030104) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjötta mál fundargerðarinnar Brekadalur 48 (2023030103) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Huldudalur 15-17 (2023020476) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Heiðarvegur 4 – kvistur (2023030322) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Dreifistöð 254 við Fitjabraut (2023030323) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Flugvellir 23 - breyting á byggingarreit (2022090145) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 311. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 17. mars 2023

3. Fundargerð framtíðarnefndar 8. mars 2023 (2023010006)

Fundargerðin lögð fram. Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 39. fundar framtíðarnefndar 8. mars 2023

4. Fundargerð fræðsluráðs 10. mars 2023 (2023010009)

Fundargerðin lögð fram. Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Helga Jóhanna Oddsdóttir.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

Þriðja mál frá fundargerð fræðsluráðs 10. mars 2023:

„Á fundi fræðsluráðs er lagt fram minnisblað fyrir hönd starfsmanna leikskóla Reykjanesbæjar. Þar er farið fram á að leikskólar fái að loka vegna vetrarfría líkt og önnur skólastig þ.e. grunnskólar og fjölbrautaskóli. Leiksskólar eru fyrst og fremst þjónusta sem bæjarfélagið býður upp á. Á milli jóla og nýárs var leikskólum bæjarins lokað og sú þjónusta sem bærinn hefur boðið barnafjölskyldum upp á því ekki í boði á þeim tíma. Vekja má athygli á því að það eru ekki allir foreldrar að vinna á vinnustöðum sem geta boðið upp á þann sveigjanleika að þeim sé bara lokað á þessum tíma og þurftu margir foreldrar að nota orlofsdaga sína þá fjóra daga. Allt í boði meirihluta bæjarstjórnar. Einnig hefur verið ákveðið að öllum leikskólum Reykjanesbæjar skuli lokað á sama tíma þ.e. frá 5. júlí til 9. ágúst.

Nú er farið fram á lokun til vetrarfrís. Skerðir þetta sveigjanleika foreldra og þeirra vinnuveitenda og má segja að bæjaryfirvöld stefni á að taka ákvarðanir fyrir bæði foreldra og vinnuveitendur hér í bæ um hvenær sá hópur fólks ráðstafi sínu orlofi. Sumarorlof leikskólanna telur 24 daga, lokun á milli jóla og nýárs 2-4 daga og svo nú er farið fram á vetrarfrí 2 daga sem setur heildartölu ráðstafaðra daga 28-30 daga að undanskildum starfsdögum sem telja 6 daga. Hvernig sér fólk fyrir sér að foreldrar komi þessu fyrir í okkar fjölskylduvæna samfélagi? Er þetta ekki bara komið út í það að foreldrar þurfi að vera í fríi á sitthvorum tímanum og einstætt foreldri þarf að taka launalaust frí fyrir því sem upp á vantar? Er þetta það sem meirihlutinn Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið ætla að bjóða fjölskyldum og börnum bæjarins upp á?“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 360. fundar fræðsluráðs 10. mars 2023

5. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar – síðari umræða (2022021198)

Forseti gaf orðið laust um upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar.

Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar samþykkt án umræðu 11-0.

6. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2023 – síðari umræða (2023020477)

Forseti gaf orðið laust um húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2023. Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir.

Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25.