662. fundur

07.11.2023 17:00

662. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 7. nóvember 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sigurrós Antonsdóttir sat fyrir hana.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hann.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 26. október og 2. nóvember 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Fundargerðirnar samþykktar án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1439. fundar bæjarráðs 19. október 2023
Fundargerð 1440. fundar bæjarráðs 26. október 2023
Fundargerð 1441. fundar bæjarráðs 2. nóvember 2023

2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 20. október og 3. nóvember (2023010014)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 20. október til sérstakrar samþykktar.

Fimmta mál fundargerðarinnar Hringbraut 90 - bílskúr (2023100242)) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjötta mál fundargerðarinnar Brekadalur 58 - stækkun byggingarreits (2023100115) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Miðgarður 22 - lóð (2023100162) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 3. nóvember til sérstakrar samþykktar.

Fjórða mál fundargerðarinnar Fitjabraut 3 - ósk um lóðarstækkun (2023060233).

Til máls tók Alexander Ragnarsson (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Það er sérstakt að þetta mál komi til afgreiðslu núna þar sem umhverfis- og skipulagsráð hafði áður frestað málinu vegna vinnu í samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða.

Eins og kemur fram í bókun á fundi 318 hjá umhverfis- og skipulagsráði frá 23. júní 2023 var bókað við sjötta mál, Fitjabraut 3 – ósk um stækkun lóðar (2023060233):
„Fasteignafélagið Lón óskar eftir lóðarstækkun á lóð sinni við Fitjabraut 3. Óskað var umsagnar Reykjaneshafnar sem landeiganda. Þann 15. júní var eftirfarandi bókað: „Samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða er með í vinnslu úttekt og endurhönnun á svæðinu vestan og sunnan við starfssvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, en þar er m.a. um að ræða aðkomuleiðir og lóðarmörk á Fitjabraut. Stjórn Reykjaneshafnar heimilar ekki að svo stöddu neinar breytingar á lóðarmörkum umfram það sem nú er, meðan á þeirri vinnu stendur.“

Erindi frestað á meðan samráðsnefnd um þróun hafnarsvæða er með svæðið í vinnslu.

Þar sem vinnu samráðsnefndarinnar er ekki lokið þá munum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Umbótar sitja hjá undir lið 4 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.“

Margrét Sanders, Alexander Ragnarsson, Birgitta Rún Birgisdóttir Sjálfstæðisflokki og Margrét Þórarinsdóttir Umbót.

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Alexander Ragnarsson og Margrét A. Sanders.

Fjórða mál fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. nóvember samþykkt 7-0, Margrét A. Sanders (D), Alexander Ragnarsson (D), Birgitta Rún Birgisdóttir (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U) sitja hjá.

Tólfta mál fundargerðarinnar Framkvæmdaleyfi HS Orku við Reykjanesvita (2023110008) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar í Njarðvíkurhöfn (2023080391) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Margrét A. Sanders.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 325. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 20. október 2023
Fundargerð 326. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 3. nóvember 2023

3. Fundargerð lýðheilsuráðs 17. október 2023 (2023010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 42. fundar lýðheilsuráðs 17. október 2023

4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 18. október 2023 (2023010010)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir, Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 174. fundar ÍT 18. október 2023

5. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 19. október 2023 (2023080175)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 3. fundar stjórnar Eignasjóðs 19. október 2023

6. Fundargerð velferðarráðs 25. október 2023 (2023010015)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sigurrós Antonsdóttir.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókanir:

Mál 1 frá fundargerð velferðarráðs 25. október:

„Það er skýrt í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga frá 1991, nr. 40.grein 46. Þar segir: „Félagsmálanefndir skulu sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færar um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa bráðan vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn.“ Þetta segir okkur að sveitarfélaginu er skylt að útvega heimilislausum athvarf.

Í dag erum við búin að greiða um 15 milljónir til Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra á fyrstu níu mánuðum ársins. Okkur vantar í dag 10 gistiskýli til að mæta þörf vandans. Við þurfum að fara í framkvæmdir strax við að lágmarki 4 gistiskýli en hvert og eitt kostar 17 milljónir sem gera þá 68 milljónir. Þetta er ekki inni í fjárhagsáætlunargerðinni sem verið er að vinna í núna en eins og allir sjá þá er nauðsynlegt að ráðast í þetta verkefni og setja það inn í komandi fjárhagsáætlun. Það kostar peninga að spara til framtíðar.“

Mál 2 frá fundargerð velferðarráðs 25. október:

„Ég fagna þessu verkefni og tek undir með ráðinu að það er afar brýnt að Reykjanesbær leggi fjármagn í þetta mikilvæga og þarfa verkefni. Ég geri ráð fyrir því að þetta fari inn í fjárhagsáætlunargerðina sem við erum að vinna núna. Það þarf að vera skýr kostnaðarskipting á milli sveitarfélaganna.

Ég velti fyrir mér hvort það sé ekki tilefni til að fjölga þeim málefnum sem fara undir Velferðarmiðstöð Suðurnesja. Þar vil ég nefna t.d. samræmingu á neyðarheimilum varðandi barnaverndarþjónustu á svæðinu, aðstoð við börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi inni á heimili, þjónustu t.d. við uppeldisráðgjöf og ráðgjöf til foreldra.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 425. fundar velferðarráðs 25. október 2023

7. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 26. október 2023 (2023010013)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason og Alexander Ragnarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 279. fundar atvinnu- og hafnaráðs 26. október 2023

8. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 27. október 2023 (2023010012)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon og Birgitta Rún Birgisdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 48. fundar menningar- og þjónusturáðs 27. október 2023

9. Breytingar á erindisbréfi stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar (2023050182)

Forseti fór yfir breytingar á erindisbréfi Eignasjóðs Reykjanesbæjar.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét A. Sanders.

Breytingar á erindisbréfi stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar samþykktar 11-0.

10. Breyting á hafnarreglugerð Reykjaneshafnar (2020040160)

Forseti fór yfir breytingar á endurskoðaðri reglugerð Reykjaneshafnar.

Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls.

Framlagðri reglugerð Reykjaneshafnar vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 5. desember 2023.

11. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2024-2027 – fyrri umræða (2023080020)

Forseti gaf orðið laust um fjárhagsáætlunina. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri sem fylgdi áætluninni úr hlaði og fór yfir helstu áhersluatriði.

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því góða samstarfi sem hefur verið við vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2024. Við ítrekum afstöðu okkar á mikilvægi þess að áhersla verði á að hækka ekki fasteignaskatta umfram verðlag, á fólk og fyrirtæki, og leitað verði allra leiða til að svo verði ekki.“

Margrét Sanders (D), Alexander Ragnarsson (D) og Birgitta Rún Birgisdóttir (D).

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fjárhagsáætlun 2024-2027 vísað til síðari umræðu 12. desember nk. Samþykkt 11-0.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10