663. fundur

21.11.2023 17:00

663. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæja var haldinn í Stapa, Hljómahöll þann 21. nóvember 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Aðalheiður Hilmarsdóttir, Birgitta Rún Birgisdóttir, Hjörtur M. Guðbjartsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll. Hjörtur M. Guðbjartsson sat fyrir hann.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll. Aðalheiður Hilmarsdóttir sat fyrir hana.

Guðbergur I. Reynisson boðaði forföll. Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hann.

1. Fundargerðir bæjarráðs 9. og 16. nóvember 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason, Hjörtur M. Guðbjartsson, Kjartan Már Kjartansson og Margrét A. Sanders.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð bæjarráðs 9. nóvember 2023

Fundargerð bæjarráðs 16. nóvember 2023

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. nóvember 2023 (2023010014)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 17. nóvember til sérstakrar samþykktar.

Fyrsta mál fundargerðarinnar Samþykkt um meðhöndlun úrgangs (2023110265) samþykkt 11-0 án umræðu.

Sjötta mál fundargerðarinnar Sólvallagata 26 - bílastæði (2023090603) samþykkt 11-0 án umræðu.

Níunda mál fundargerðarinnar Keflavikurborgir ÍB35 - breyting á aðalskipulagi (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.

Tíunda mál fundargerðarinnar Breyting á aðalskipulagi AT12 (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.

Tólfta mál fundargerðarinnar Flugvellir 25 - breyting á byggingarreit (2023110266) samþykkt 11-0 án umræðu.

Fimmtánda mál fundargerðarinnar Bolafótur 9 - lóðarstækkun (2023110025) samþykkt 11-0 án umræðu.

Sextánda mál fundargerðarinnar Reykjanesvegur 40 (2023110026) samþykkt 11-0 án umræðu.

Sautjánda mál fundargerðarinnar Pósthússtræti 7 og 9 - bílastæði (2023110267) samþykkt 11-0 án umræðu.

Átjánda mál fundargerðarinnar Kirkjuvegur 37 - niðurstaða grenndarkynningar (2023050442) samþykkt 11-0 án umræðu.

Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 8 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. nóvember 2023

„Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því að starfshópur um þróun Reykjanesbrautar sem í voru fulltrúar Reykjanesbæjar, Kadeko, Suðurnesjabæjar og Ísavia, skuli hafa náð samstöðu og komist að sameiginlegri niðurstöðu um legu og hönnun Reykjanesbrautarinnar, frá Fitjum til Flugstöðvar. Sjálfstæðisflokkurinn hvetur Vegagerðina til að hlusta á vilja þeirra sem eiga hagsmuna að gæta í þessu máli. Því fyrr sem Vegagerðin samþykkir þessar sameiginlegu óskir og þarfir Suðurnesjamanna og helstu hagsmunaaðila, því fyrr er hægt að hefjast handa við framkvæmdir“.

Helga Jóhanna Oddsdóttir (D), Margrét Sanders (D) og Birgitta Rún Birgisdóttir (D)

Í lok las forseti eftirfarandi bókun sem er sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa:

Mál 20 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. nóvember 2023

„Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Umhverfis-og skipulagsráðs í máli nr. 20, svæði fyrir hundagerði en leggur áherslu á að um er að ræða bráðabirgða úthlutun á svæðinu enda er svæðið hluti af framtíðar íþróttasvæði Keflavíkur og Njarðvíkur“.

Til máls tóku Margrét A. Sanders, Bjarni Páll Tryggvason, Margrét Þórarinsdóttir, Hjörtur M. Guðbjartsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðirnar samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. nóvember 2023

3. Fundargerð sjálfbærniráðs 8. nóvember 2023 (2023010006)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð sjálfbærniráðs 8. nóvember 2023

4. Fundargerð velferðarráðs 9. nóvember 2023 (2023010015)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Valgerður Björk Pálsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð velferðarráðs 9. nóvember 2023

5. Fundargerð menntaráðs 10. nóvember 2023 (2023010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók Birgitta Rún Birgisdóttir (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 5 í fundargerð menntaráðs frá 10. nóvember 2023

„Á síðasta fundi menntaráðs var umfjöllun um leikskóla og dagforeldra. Þar bókaði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Gígja Guðjónsdóttir eftirfarandi:

„Með opnun tveggja 120 barna leikskóla þarf að huga að starfsfólki og ég velti fyrir mér hvort það sé byrjað að meta hver starfsmannaþörfin er á faglærðu og ófaglærðu starfsfólki og hvenær og hvernig verður farið í þær aðgerðir.

Hefur það verið metið hver fjölgun leikskólaplássa í Reykjanesbæ verður á næstu 2 árum í ljósi lokana og viðhalds á núverandi leikskólum og er raunhæft að meðalaldur barna sem fær leikskólapláss í bænum fari lækkandi með opnun leikskólanna næsta haust?“

Sjálfstæðisflokkurinn tekur undir þessar vangaveltur Gígju. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sést glöggt að aldur barna, sem komast inn á leikskóla, er hærri hjá Reykjanesbæ en á öðrum stöðum á landinu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur því áherslu á að stigið sé fast til jarðar í þessum málum og viðurkennt að við erum eftirbátar annarra sveitarfélaga í leikskólamálum“.

Birgitta Rún Birgisdóttir (D), Margrét Sanders(D) og Helga Jóhanna Oddsdóttir (D)

Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 5 í fundargerð menntaráðs frá 10. nóvember 2023

„Vegna bókunar fulltrúa sjálfstæðisflokksins vill meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar árétta eftirfarandi. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að styrkja stöðu leikskólakerfisins í bæjarfélaginu á undanförnum misserum.

Haustið 2024 er ráðgert að heildarleikskólapláss í sveitarfélaginu verði 1191 og áætlaður fjöldi barna 18 mánaða og eldri á leikskólaaldri út frá íbúasýn eru 1164 í lok ágúst 2024. Það er því ljóst að meðalaldur barnanna mun fljótt fara lækkandi. Markmið meirihluta bæjarstjórnar er að ná inn 18 mánaða börnum inn á leikskóla á þessu kjörtímabili og miðað við fyrirliggjandi gögn mun það markmið nást haustið 2024. Haustið 2024 munu tveir leikskólar opna, annars vegar leikskólinn í Drekadal sem og leikskólinn í Hlíðarhverfi. Þessir tveir leikskólar fjölga leikskólaplássum um 150“.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Valgerður Björk Pálsdóttir (Y), Sverrir Bergmann Magnússon (S), Hjörtur Guðbjartsson (S) og Aðalheiður Hilmarsdóttir (S)

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Birgitta Rún Birgisdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð menntaráðs 10. nóvember 2023

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 14. nóvember (2023010010)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Birgitta Rún Birgisdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 14. nóvember

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.32