668. fundur

23.01.2024 17:00

668. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll, 23. janúar 2024, kl. 17:00

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Bjarni Páll Tryggvason.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fyrir hana.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 11. og 18. janúar 2024 (2024010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1450. fundar bæjarráðs 11. janúar 2024
Fundargerð 1451. fundar bæjarráðs 18. janúar 2024

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. janúar 2024 (2024010213)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 19. janúar til sérstakrar samþykktar:

Fimmta mál fundargerðarinnar Hafnargata 57 - niðurstaða grenndarkynningar (2023040291) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Hringbraut 99 - breyting á notkun (2024010308) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Huldudalur 11-13 (2023120395) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Heiðarbraut 27 breyting á húsnæði leikskóla (2023120394) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Iðavellir 4b (2023110348) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Bjarkardalur 4b - sólstofa (2024010101) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar Fitjabraut 4 - fyrirspurn um viðbótarbyggingu á lóð (2024010311) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sextánda mál fundargerðarinnar Borgarvegur 3 gistiheimili - niðurstaða grenndarkynningar (2023100225) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sautjánda mál fundargerðarinnar Hringbraut 60 - umsókn um gistiheimili (2023100520) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tók Guðbergur Reynisson (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 1 frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. janúar

„Sjálfstæðisflokkurinn fagnar áherslum barna og ungmenna sem komu fram á fjölmennu barna og ungmennaþingi Reykjanesbæjar 2023 og tekur undir flest það sem þar kemur fram.

Athyglisverður er kaflinn m.a. um umhverfið og samgöngur sem þarf að taka alvarlega en þar segir: Það er sóðalegt í Reykjanesbæ - Einbeitum okkur í að fegra ásýnd bæjarins og höldum honum snyrtilegum.“

Guðbergur Reynisson, Margrét Sanders og Alexander Ragnarsson, Sjálfstæðisflokki.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 6 frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. janúar

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að strax verði farið í að skipuleggja heildaríþróttasvæði Keflavíkur og Njarðvíkur eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Sérstaklega er það mikilvægt í ljósi þess að áætlanir virðast vera um að þrengja verulega að svæðinu svo sem með ósk um byggingu á skóla á knattspyrnuvelli Njarðvíkur og áætlanir um uppbyggingu á hundagerði ofan við Reykjaneshöll.

Áður en svona ákvarðanir eru teknar þarf að ljúka heildarskipulagi íþróttasvæðisins eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður bent á.“

Guðbergur Reynisson, Margrét Sanders og Alexander Ragnarsson, Sjálfstæðisflokki.

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Díana Hilmarsdóttir.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 330. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 19. janúar 2024

3. Fundargerð menntaráðs 12. janúar 2024 (2024010202)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Valgerður Björk Pálsdóttir, Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbergur Reynisson, Bjarni Páll Tryggvason, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 370. fundar menntaráðs 12. janúar 2024

4. Fundargerð sjálfbærniráðs 15. janúar 2024 (2024010210)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 47. fundar sjálfbærniráðs 15. janúar 2024

5. Fundargerð velferðarráðs 17. janúar 2024 (2024010214)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sigurrós Antonsdóttir

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 3 frá fundargerð velferðarráðs 17. janúar

„Enn og aftur ætlar meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar að gera nýjan samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um móttöku flóttafólks. Eigum við ekki að rifja aðeins upp reynsluna af fyrri þjónustusamningi  og allt samráðsleysið við Reykjanesbæ.

Meirihlutinn sá sig knúinn til að gera síðasta samning til þess að endurheimta hluta af þeim fjármunum sem sveitarfélagið hefur lagt til vegna mikils fjölda flóttamanna á svæðinu. Þegar síðasti samningur var samþykktur var hann samþykktur með þeim fyrirvara að gerð yrði viljayfirlýsing um fækkun flóttafólks í bænum. Við þann samning var ekki staðið af hálfu ríkisins og við erum ekki að sjá fækkun eins og lofað var. Ætlar meirihlutinn að láta eins og ekkert hafi í skorist?

Þjónustusamningurinn hefur haft í för með sér verulegt álag á ýmsa innviði bæjarins. Eins og allir vita þá er Reykjanesbær löngu kominn að þolmörkum í móttöku flóttamanna og bæjarstjórinn hefur komið því skýrt á framfæri opinberlega.

Álagið á starfsfólk Reykjanesbæjar er farið að segja til sín. Við sem sveitarfélag eigum að vera farin að átta okkur á því að það fylgir aldrei nægilegt fé þeim verkefnum sem ríkið setur á sveitarfélögin í landinu.

Reykjanesbær á að hlusta á íbúana og segja nei við nýjum samningi. Við vorum frumkvöðlar í móttöku flóttafólks og höfum sannarlega staðið okkur vel.

Þetta er orðið gott. Gleymum því ekki að í nágrannasveitarfélagi okkar Grindavík ríkir neyðarástand vegna náttúruhamfara. Við aðstoðum Grindvíkinga eins og við mögulega getum, en til þess að það sé hægt, þá þarf að vera til húsnæði í Reykjanesbæ.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason og Margrét Þórarinsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 428. fundar velferðarráðs 17. janúar 2024

6. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 18. janúar 2024 (2024010206)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Alexander Ragnarsson og Guðbergur Reynisson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 282. fundar atvinnu- og hafnarráðs 18.01.2024

7. Ljósanótt 2023 (2023030560)

Tekin fyrir bókun Margrétar Þórarinsdóttur (U), sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 9. janúar 2024.

Til máls tók Kjartan Már Kjartansson og fór yfir kostnaðarliði Ljósanætur 2023.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55.